35 ár frá upphafi Heimaeyjargosins

Heimaeyjargosið 1973Rakst á flott video sem Sighvatur setti saman. Getur séð það hér.

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin hefur verið ákveðið að halda Þakkargjörð í dag, til að þakka það að öllum var bjargað, að allir komust í tæka tíð úr húsum sínum, að byggðin skyldi haldast. Blysför fer frá Ráðhúsinu kl. 18,45 og við fjölskyldan mætum þangað, hvað annað?

Undirbúningurinn hefur verið mikill, krakkarnir búnir að taka viðtöl við ömmur og afa, frænkur og frændur sem upplifðu atburðin. Eldri krakkarnir eru svo búin að búa til kerti sem var kveikt á í morgun og raðað í kringum skólann... á eftir að heyra hvernig til tókst!

Tökum saman höndum og mætum og sýnum virðingu okkar og þakklæti!

Svo verður eitthvað fjör á goslokunum í júlí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigþóra,

ótrúlega skemmtilegt myndband og kannski maður skelli sér í fyrsta sinn á goslokahátíðina þetta árið!!

Annars svona til að svala forvitni þinni þá vorum við Inga frænka þín saman í Kennó og útskrifuðumst saman þaðan, þvílíkur stuðpinni þar á ferð og sem betur fer komu hún og Gyða vinkona hennar með fjör í hópinn!!

Bestu kveðjur í eyjarnar og vonandi skemmtuð þið ykkur vel í blysförinni!

Kv, Íris Dögg

Íris Dögg (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband