Alltaf verið að skamma mann!!!
30.1.2008 | 16:41
Heellú.
Hvað er að frétta af ykkur? Af mér er bara allt í blóma. Signý er ljósið eina, sefur út í eitt og brosir þess á milli!
Saumó í gær hjá Írisi, agalega rjómó hjá okkur! Erum 5 úr klúbbnum enn á Eyjunni og eigum 13 börn... 14nda á leiðinni! Er það ekki bara met??? Held nú samt að þau verði fleiri innan tíðar Allar svo duglegar eitthvað... enda súpergrúbba í gangi!
Við erum líka að skoða bústaðarferð með unganna okkar (varla hægt að kalla þessi elstu unga lengur, meira svona unglingar)... og bara spurning um það hvort að skvísurnar á fasta landinu vilja skella sér með okkur!
Eitt svona í restina... af því að allir eru að missa þvag yfir síðustu Spaugstofu. Er þjóðin að verða húmorslaus? Ertí gríninu? Ekkert má nú lengur. Ég verð bara að viðurkenna það að ég skellihló... og í fyrsta skiptið í langan tíma sem það gerist yfir Spaugstofunni!!!
Athugasemdir
JI, hvað ég er fegin að það eru fleiri en ég sem hlógu!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 31.1.2008 kl. 14:32
Það var það sama á mínum bæ.Við grétum úr hlátri.Litum einmitt´með augum húmors á þetta allt saman.Íslendingar eru að verða svo miklir púritanar.Þið eruð kjarnakvendi þarna í vinahópnum ykkar.Guð sé lof fyrir konur eins og ykkur sem eigið öll þessi börn.Það er það sem gefur lífinu gildi.Bestu kveðjur á Bröttó.
ragnab (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:59
Hæhæ :)
Vildi bara senda smá kveðju og láta vita að ég er að fylgjast með ;) Annars er allt gott að frétta og ég var að bæta við nýrri færslu og nýjum myndum á bloggið mitt.
Ég sá einmitt spaugstofuna hérna úti í gegnum netið. Hillarious :) Við sátum saman og horfðum á þetta í hádegismatnum í vinnunni og skellihlógum ;) þannig að þetta skilar sér til útlanda :)
Bestu kveðjur,
Helga Belga
Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 11:56
Síðan þín hefur verið tilnefnd í kosningu á Slinger.tk.
Frekari upplýsingar er að finna á síðunni Slinger.tk
Slinger (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.