Tenerife!

Hótelið sem við ætlum að vera á!Bara kæruleysi á minni og bókaði ferð fyrir fjölskylduna til útlanda!!! Stingum af 27. maí í tvær vikur... hlakkar ekkert til... NOT!!!

Í gær át maður yfir sig af bollum og í dag sprengjum við okkur á saltkjöti og baunum, sleppum túkallinum.... allt í boði mömmu og pabba! Þurfum að finna fleiri svona daga... svo maður þurfi enn sjaldnar að elda. Ekki að ég geti kvartað, þar sem mamma telur það skyldu sína að bjóða hele hrúgan minnst einu sinni í viku í mat!!!

Ég er skrýtin skrúfa, léttisr á meðgöngu en þyngist þegar ég er með barn á brjósti! En er búin að endurnýja líkamsræktarkortið og þá er bara að fara af stað, mamma búin að bjóðast til að hafa Signýju á meðan ég hreyfi á mér rassgatið, þannig að ég hef ekki eina einustu afsökun lengur! Við Signý erum búnar að hafa það allt of gott!!! Ef það er hægt! HOHOHO

Haldiði ekki að kellan sé tilnefnd sem einn af bloggurum ársins 2007 hjá honum Slinger og bið ég ykkur ekkert frekar en þið viljið að kíkja og kannski gefa einum bloggara atkvæðið ykkar!!!

Þar til næst, farið varlega í umferðinni!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að kjósa ;-)))

Eygló Svava (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:24

2 identicon

Svona á að gera þetta.....   Taka bara kæruleysið á þetta og skella sér í sólina.... mmmmmmm    Líst vel á ykkur....

Ég ætla sko líka í sólina í sumar.  Fer 11. júní til Spánar og flýg síðan þaðan til Edinborgar...  Það verður ÆÐI....  

En já.  Ég er búin að kjósa besta bloggarann..  Ég kaus að sjálfsögðu rétt.....

knús á línuna...

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:00

3 identicon

Hæhæ fallega fólk!

Mig er búið að dreyma um saltkjöt og baunir í viku! Er búin að panta það hjá mömmu þegar ég kem loksins heim frá Kína. Það verður þó ekki fyrren í desember á þessu ári sem ég get skellt almennilegu saltkjöti á diskinn minn..en það má alltaf hlakka til.

Ég er búin að setja inn nýjar myndir frá Ridan park og Hohai lake.

Gamlárskvöld í Kína: þeir eru klikkaðri en Íslendingar! Og þeir sprengja á daginn líka! Vakna á morgnanna núna kl. 9 með flugeldasprengingar í eyrunum. Er þetta hægt?? Og þetta gengur í rúma 10 daga! Kreisi.

 Bestu kveðjur,
Helga Belga

Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband