Rólegheit í kotinu!
20.2.2008 | 13:14
Blessaða gönguveðrið stoppaði stutt... en við Signý látum okkur hafa það. Löbbuðum í hríðinni í gær og ætlum að labba smá í dag. Við tvær fórum í fyrstu sprautuna í gær og svei mér barnið kann að gráta! Ágætis æfing fyrir lungun sagði Hrund... Trúum því svona tæplega!!!
Við döfnum vel og erum yfir meðallagi flottar skvísur. Hellum alla uppúr skónum með brosinu sem nær langt upp til augnanna og alveg út að eyrum!
Liverpool er náttúrulega ótrúlegt lið, tapar fyrir Barnsley en vinnur Inter Milan!!!
Þetta er víst lífið í hnotskurn... you win some, you loose some!
Athugasemdir
hahaha... Hún er svo fyndin! Ekkert lítið bros þarna á ferð:)
Knús á ykkur öll!
og áfram liverpool;)
Sunna (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:52
ji hún er náttúrulega bara sætust í heimi!
Verð að fara að kíkja aftur. Vonandi fer eitthvað að róast í þessum skóla!
Kv. Kolla
Kolbrún Stella (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:10
Hún hefur þá greinilega haft gott af kvöldstund með pabba sínum hehehehe...Takk kærlega fyrir síðast. Þetta var nú alveg þokkalegasta kvöld hjá okkur.
Jórunn Einars (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 13:33
Æðislegar nýju myndirnar! Önnu Lilju leiðist ekki að knúsa litlu brosmildu sé ég:) Maður öfundar hana bara. Allt of lang síðan við sáum ykkur:(
Komum vonandi sem fyrst!
Kveðja Sunna og co.
Sunna (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:55
Kolla, jú... alltaf ertu velkomin! Þessir skólar sko, alltaf að skemma fyrir manni .
Jórunn, já þakka þér sömuleiðis... held við hljótum að hafa verið smartastar á tjúttinu. Ágætt að enginn fór á nornaveiðar þessa nótt! Annars stóð kallinn sig bara grúvulega vel... enda frændi þinn .
Já Sunna, þetta er ekki hægt! Einhver verður að fara að gera sér ferð!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 21.2.2008 kl. 17:15
Blessuð kella guð hvað hún frænka mín er mikið krútt. Hún er bara alveg eins og við hin í ættinni hehehehehhee. Já sigþóra mar ætlar rétt að vona að við losnum við þessar óerðir hér í danaveldi. En nú eru bara nokkrir mánuðir þar til ég sé ykkur og guð hvað mig hlakkar til en yfir og út
Inga frænka í Dk (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 10:18
Jiii hvað hún er sæt, og rosalega er hún lík mömmu sinni á þessari mynd :)
ég kíki alltaf reglulega en er ekki jafn dugleg að kvitta!
kv.Sif
Sif S (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.