Þá er það officialt! We are getting old!
25.2.2008 | 10:59
Geir átti afmæli í gær, 39 ára kallinn. Hann fer alveg að detta í fimmtugsaldurinn!
Buðum mömmu og pabba og tengdó í mat í tilefni dagsins... elduðum úr Landsliðsbók Hagkaupa. Byrjuðum að undirbúa kvöldið fyrir og vorum allan daginn í gær í eldhúsinu!!!!
Elduðum humarsúpu með stjörnuanís (stjörnuanísbragð er notað í kóngabrjóstsykur) og lambalæri með villisveppasósu... með því átti bara að gera gulrótarmauk og bakaðar niðursneiddar kartöflur í kryddjurtablöndu! Skulum segja að þetta hafi verið very spes, gott en ekki eins og við erum vön! Svo var nýbökuð súkkulaðikaka með ís í eftirrétt!!! (Ekki léttist maður þann daginn)
Í ár eru 20 ár frá fermingu minni og því orðið tímabært að undirbúa árgangsfjör! Svo eru 25 ár síðan Geir fermdist þannig að það verður nóg að gerast hjá okkur í sumar. Verður nefnilega líka ættarmót hjá mér og svo hálfum mánuði seinna hjá Geir. Vinkonurnar ætla með fjölskyldurnar í sumarbústað. Við ætlum út til Tenerife (eigum pínu erfitt með að bíða eftir brottför) og svo er náttúrulega sumarið að koma í Vestmannaeyjum og þá er allt að gerast!
Signý babblar nýtt sleftungumál, hrækir og reynir að líka eftir hljóðum sem hún heyrir. Sérstaklega reynir hún að herma eftir hlátri eldri systkina sinna... það hljómar hjá henni eins og gervihósti!!! Hugsa að hún verði eftirherma!!!
Athugasemdir
Til hamingju með þann "gamla"Þetta er bara rétt að byrja hjá ykkur.´Þið eruð á besta aldri og enn er tími á að hræra í fleiri kríliBestu kveðjur.
RagnaB (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:33
Til hamingju með strákinn
Dóra Björk (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 12:17
Til hamingju með kallinn :)
Ég er einmitt að fara á mitt fyrsta árgangsmót í sumar ;)
Bið að heilsa
Kveðja Arndís
Arndís Ósk Atladóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 00:29
Til hamingju með afmælið Geir.... össsss 39 ára.... Það getur barasta ekki verið!!!!!
En vá.. Það verður nóg að stússast hjá ykkur í sumar.. Eins gott að maður hitti ykkur barasta eitthvað á árinu.. ;) Kem allavega í lok mars og þá fær maður loksins að sjá litlu eftirhermuna.... Kominn tími til!!!!
Bestu kveðjur til ykkar allra..
Ragna Jenný (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 09:42
Sæl Sigþóra. Sé að allir eru hressir. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.3.2008 kl. 06:46
Til hamingju með þann gamla!
Vá hvað hún Signý er að verða stór. Nenniði ð setja stopp á hana svo hún verði ennþá lítil þegar við komum um páskana!
Biðjum að heilsa hele famelien! Store som små
Kveðja Sunna, Óli og Katrín Sara
Sunna (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.