Lok lok og læs og allt úr snjó!!!
2.3.2008 | 12:31
Við erum föst heima hjá okkur! Vorum á leiðinni að horfa á boltann hjá mömmu og pabba og í kvöldmat! Eins gott að maður átti hakk í frysti!
Geir er búinn að kanna aðstæður og ekki er fært út um hurðina... og fjandans skóflan við útidyrahurðina.... utanvið hana! hahaha...
Allir gluggar eru hvítir... sjáum ekki út og erum við þó á efri hæð hússins! Set inn myndir þegar hægt verður að taka myndir... snjókoman stendur beint inn um hurðina. Litla bilið fyrir ofan snjóinn!!!
Athugasemdir
hvaða
Kristleifur Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 13:26
hvaða væll er þetta við feðgarnir erum búnir að baka Skúffuköku, Eplaköku og Bananabrauð. röltiði bara við og fáið ykkur kaffi o bakkelsi.
ég horfi bara á Ratatouille í 7. sinn á meðan þið horfið á Liverpool-leikin sem er að byrja í þesum skrifuðu orðum.
Kristleifur Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 13:36
Hér er líka búið að baka, og fara út og taka myndir handa liðinu í Hafnarfirði og setja inn á barnaland. Það rofaði til í smá stund áðan og þá skellti Maggi sér út með stelpurnar (afraksturinn er á síðunni þeirra) og það var þvílíkt fjör. Hann og Hafdís löbbuðu upp eftir til Ínu (þurftu að taka krók fram hjá 2-3 m háum sköflum á Helgafellsbrautinni) og svo þegar átti að fara heim þá var kominn svo mikill bylur að Hafdís lagðist bara í skaflana og öskraði "Ég kemst ekki lengra" alveg brjáluð. En ég segi sama og þú Sigþóra, eins gott að maður á til einhvern mat til að gefa fólkinu í kvöld. Ef að Krónan væri opin á sunnudögum, þá er ekki víst að ég hefið verið búin að kaupa inn. Eins gott að Krónan er lokuð!! Heppin ég!
Alla (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 15:43
Ég bakaði nú líka eplaköku sem var vel þegin og gerði ekta súkkulaði með !!Maður á nú líka alltaf meira en maður heldur í eldhússkápunum og frystinum þannig að enginn þarf að svelta svo sem þó sumir hefðu gott af því(me)
Ingimar er leiðinni í Vöruval þarf að afgreiða kost panta og eitthvað fleira hann fór labbandi með myndavélina verður gaman að sjá myndir. Kv. HIA
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:17
Mikið asskoti eru Vestmannaeyskir húskarlar og konur myndarlegar í svona veðri.Pönnslur,súkkulaðikökur,eplakökur framreiddar ó öðruhverju húsi,Nammi nammi.
RagnaB (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.