Heima með 3 börn!
3.3.2008 | 11:21
Þar sem ég bý ekki við stofnæð var ekki hægt að senda þessi eldri í skólann í morgun!
Stórskrýtið að kíkja út um glugganna (það er búið að skafa rúðurnar)... Skaflarnir þekja þó enn meira en helming eldhúsgluggana!
Nú er skólastund á heimilinu... verið að læra í bókunum sem voru í töskunni! Finnst nú eins og sonurinn sé að sleppa vel... en sjáum hvort ég finni ekki eitthvað handa honum!
Athugasemdir
Ég sendi minn í skólann klofandi skaflana.Hann var ekki sáttur við mömmu sína,ég heyrði enga tilkynningu um frestaðan skóla.Þeir eru kannski hættir að gera það.Foreldrar eiga kannski að meta ástandið.Er ósátt við þetta hjá skólayfirvöldum.Finnst þau vera dálítið að fría sig ábyrgð.
RagnaB (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:34
Ég bý nú við stofnæð eins og þú segir en það hvarflaði samt engan veginn að mér að senda strákana í skólann. En er algjörlega sammála Rögnu með það að það eigi bara að blása skólann af þegar það er svona. Mér finnst mjög erfitt að meta þetta, en eins og ástandið var í morgun fannst mér ekkert annað koma til greina þar sem bílar gátu varla mæst á götunum og hvað þá ef að göturnar væru fullar af fólki ofan á allt. En er orðin þokkalega hundleið á þessum snjó þó svo að ég sé heppnari en þú að hafa átt nóg af mjólk í ískkápnum. hahahahahahaa. Kossar og knús af Illó.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:22
Heimasætan á Heiðarveginum skellti sér í skólann og Heiðar, var frekar fámennt kjallaraparið hringdu hins vegar í vini og fengu að vita að það væri ekki skyldumæting þau kúrðu því kjallaranum dúúaa Og við Goggi sátum og spjölluðum enda er hann með hlaupabólu litli kallinn
Og ég algjörlega sammála kjarnakonunum hér fyrir ofan sem mér þykir mjög vænt um
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 3.3.2008 kl. 16:52
Jiminnnn.. þetta er ekki í lagi og já ég er sammála ykkur maður byrjaði á því að kveikja á útvarpi og fór á netið og hvað eina að kanna hvað yrði nú sagt og ekkert var í fréttum þannig að ég neiddist að setja þessi grei í skólann og mætti í vinnu en hefði viljað leifa þeim að vera heima enda voru þau 3 í bekknum sem mættu..
ég verð að fara koma til þín ástin ég skammast mín orðið fyrir þessari slugsasemi í mér þannig að þegar færðin er orðin betri þá er ég komin um leið!!!
inga magg (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 14:53
Búið að skammast mikið ef marka má póstinn frá skólastjóranum!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:26
já Inga.... verður að fara að kíkja!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.