Einn svona í tilefni þess að veðrið er eins og það er!

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti.

Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.

Þetta eru útlendingar og kunna íslendingarnir lítið í ensku en tekst að spyrja:  "Dú jú vant help?" Útlendingarnir svara " no no this is ok"

Íslendingarnir vilja endilega hjálpa og gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú

Útlendingarnir: No no this is ok

Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú

Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkanntinn aftur.

Útlendingarnir: What are you gonna do?

 Íslendingarnir: First ví reip jú - ðen ví ít jú   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Vildi óska að þú hefðir heyrt hláturinn hér við eldhúsborðið

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 7.3.2008 kl. 13:37

2 identicon

Æðislegur brandari!!

Kolbrún Stella (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: G Antonia

híhíhíhí!!!!!! góður!!!!

G Antonia, 7.3.2008 kl. 23:17

4 identicon

Æ Sigþóra þú ert snilli tilli : ) míg á mig heheheheheh

Hey ég gat stærðfræðidæmið... mí klár

Þórey (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:22

5 identicon

Hæ fallega fjölskylda! Góður þessi!

Takk fyrir kommentin ykkar :) Hún mamma hefur vafalaust skemmt sér vel í Eyjum og mér skildist að hún rétt hefði "meikað" það niður á höfn og inn í Herjólf greyið.

Reyndi að hringja í ömmu Helgu stuttu eftir það en það var á tali hjá henni í meira en klukkutíma þannig að ég ákvað að fara að sofa! ;)

Svo er ég á fullu að undirbúa komu foreldranna hingað til Beijing enda ekki oft sem fólk fer hálfan hnöttin til að heimsækja mann. En svo er auðvitað aðgangseyrir sko - páskaegg og svona gotteri. Annars er þeim ekki hleypt inn í landið..

Ég verð alltaf svo svöng þegar ég les bloggið ykkar - þú ert alltaf að tala um mat og svo lýsiru lambalærinu og slátrinu eða saltkjötinu og ég sit við skjáinn að slefa! Þetta er ekki hægt!

bestu kveðjur frá uppáhaldsfrænku ykkar í Kína,
helga björk

Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband