Lífsins Bingó!

bingoSkrítið hvernig lífið raðast upp hjá manni!

Ég hef nú verið róleg í útstáelsi eftir að Signý kom í heiminn en í gær fóru ég, Signý og Guðný með Guðmundi Tómasi á árgangafjör í skólanum. Við mættum með köku, horfðum á skemmtiatriði, unnum í tónlistagetraun og spiluðum BINGÓ. Skemmst er frá því að segja að við unnum ekki neitt!

Ég hentist heim rétt fyrir 8 þar sem mamma bauð okkur Jónu systir með sér á mömmufund Sinawik. Fullt af skemmtiatriðum, kökur og brauð ooooooog BINGÓ!!! Og ekki vann ég!!!

Hef fengið mína vinninga í lífinu. Takk fyrir túkall!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast, þið unnuð nú í tónlistargetrauninni

Kv.

DB

Dóra B jörk (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

B-7   Börnin sjö

I-17  Góði kallinn minn

N-40 Næsta kynslóð væri til í jafnmarga afkomendur og tengdamamma

G-60 Góður gangur lífsins góð gjölskylda gott líf

Ó-75 Óskirnar rætast

Mitt BINGÓ

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 12.3.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: G Antonia

hehe!! Já vinningarnir í lífinu eru aðalvinningarnir!!!

Ég hélt Bingó væri hætt -svei mér þá!!! Nú væri það bara Lottó og getraunir og póker og önnur "vandræði" Sigþóra mín, Heppin í spilum, óheppin í ástum sagði maður það ekki alltaf þegar maður tapaði ? :-) "æ did"

Flott Bingóið hennar Hjördísar <3

kvitt og kveðja til Eyja

G Antonia, 12.3.2008 kl. 12:28

4 identicon

hahaha týpísk Sigþóra...  Alltaf að sjá það besta út úr hlutunum.....  

þú ert dásamleg.....     Nú styttist í að ég fái að knúsa Signýju litlu...  ohhhh hvað ég hlakka til.........  

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:46

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Takk skvísur fyrir athugasemdirnar .

Já, Ragna Jenný, lífið verður miklu auðveldara ef maður vill sjá hálf fulla glasið en að sjá það hálf tómt. Hlakka líka til að knúsa þig og börnin þín! Spurning um að vera með knúsudag!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Kristleifur Guðmundsson

látiði vita hvenær þessi knúsdagur verður og ég mæt og kíki á gluggana.

Kristleifur Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband