Jæja... er sumarið þá að koma???
4.4.2008 | 13:21
Eða bara vorið... sætti mig alveg við það!
Ég hundskaðist nú út úr húsi eftir síðustu bloggfærslu, fór á Hrauntúnið að kanna ástandið og til að gera klárt í Arsenal - Liverpool í meistaradeildinni. Pabbi samur við sig og því var dautt á öllu, ekkert vatn, engin hiti og allt úr sambandi! Ég náði nú að finna út úr því að stinga í samband... ákvað að vera ekkert að stressa mig á hinu! Hringdi í Geir og bað hann um að koma með vatn svo ég gæti gefið Signý grautinn sinn í kvöldmat!
Áttaði mig þó fljótlega á að ég varð að hækka hitann í húsinu þar sem Signý var orðin ísköld á höndunum þrátt fyrir teppi og sæng!
Seinna áttaði ég mig á nauðsyn þess að setja vatnið á... en þá var löngun í kaffi (kuldinn hafði sitt að segja) orðin sterk... og svona ef einhver þyrfti að nota klósettið á þessum 2-3 tímum sem áætlað var að vera þarna!
Leikurinn kláraðist svo sem ágætlega, heimaleikurinn eftir og nóg að halda hreinu! En heimförin þennan dag var eiginlega skrautleg! Sem betur fór var Geir á bílnum þannig að hann og börnin fóru á honum heim en ég fór af stað með vagninn og varð að liggja ofan á honum svo að hann myndi ekki stinga mig af! Þegar ég kom heim var ég gjörsamlega búin á því sannfærð um að ég væri komin með asma!!!
Athugasemdir
Hvað er með konurnar í þessari ætt ? allar með einhverja fótboltadellu skemmtileg færsla
Sigríður Guðnadóttir, 4.4.2008 kl. 14:32
Já ansi mikið á sig lagt. Sumir lögðu meira að segja á sig ferð til London til að sjá liðið sitt tapa 4-1.
En ég held að sumarið komi ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir Hvítasunnuhelgi..
kv.
Jórunn (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.