Gift kona!!!
9.11.2006 | 13:45
Jæja, þá er maður að ná sér... að verða aftur ég... svona fyrir utan það að vera orðin gift kona!!!
Dagurinn varð mikið yndislegri en ég þorði að vona!!! Allt gekk eins og í sögu nema kannski veðrið... en maður getur víst ekki fengið allt!!!
Mig langar að þakka öllum sem tóku þátt í deginum fyrir allt, undirbúninginn, undirspilið, sönginn, veislustjórn, skemmtiatriðin, myndatökuna, skreytingar, þrif og allt hitt sem ég er að gleyma!!!
Ég held ég láti myndirnar tala sínu máli!!! Enda koma flestir hingað þessa daganna til þess eins að sjá myndir!!!
Pabbi, ég, Guðmundur Tómas og Guðný göngum inn kirkjugólfið!
Hjónakornin saman!!!
Set svo fleiri myndir inn á myndasíðuna mína hér
P.S. Djö... hlakkar mig til að fara til Liverpoolborgar og sjá eins og einn leik... með mínum manni í brúðkaupsferðina miklu!!!
Athugasemdir
Yndislegt. Innilega til hamingju.
Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 9.11.2006 kl. 14:05
Innilegar hamingjuóskir.
kv.Hjördís Yo
Hjördis Yo (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 17:28
Flott myndin af ykkur öllum saman þarna... (sú neðsta). Innilega til hamingju Frú Sigþóra. Ósköp kemur þetta mér ekki á óvart að brúðkaupsferðin verði í þessum stíl.... ....bara fyndið og flott.
Matta (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 21:13
Til hamingju bæði tvö :) og takk fyrir að leyfa mér spreyta mig sem ljósmyndari á þessum stóra degi ykkar! Vona að þið getið notað eitthvað af þeim! Veislan var frábær í alla staði... skemmtiatriði, matur og bara alles! Takk fyrir mig...
Kveðja,
Einir yngri :P
einir jr. (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 01:05
Takk takk öll saman...
Og Einir... takk æðislega fyrir allt... geggjaðar myndirnar margar hverjar... og hlakka mikið til að sjá eitthvað þegar þú verður búinn að fikta í þeim!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 10.11.2006 kl. 17:33
Heil og sæl öllsömul!
Mikið rosalega er gaman að sjá myndir og reyna að þykjast hafa verið þarna í huganum. Ég vil óska ykkur innilega til hamingju með giftinguna. Þið eruð alveg yndisleg (og rosalega er kjóllinn þinn flottur Sigþóra) á myndunum. Innilega til hamingju!
Bestu kveðjur í heimi frá Danmörku,
Helga Björk (best í heimi á eftir ykkur)
P.s Ég vildi bara óska að ég hefði líka séð mömmu fara úr brjóstahaldaranum í veislunni ;0)
Helga Björk (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 00:38
Helga sendu okkur tölvupóst!!! Viljum fá að heyra meira í þér honí!!! sigthorag@simnet.is
Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.11.2006 kl. 21:40
Sælar!!!
var að skoða myndirnar og verð nú að kommenta á það hvað þú ert ógisslega sæt :) ffrábærar myndir og augljóslega æðislega gaman! svo verð ég að spyrja; er þetta liverpool lagið sem feðgarnir eru að syngja þarna :) ???????
innilega til hamingju krúslur, kærar kveðjur og knús! Dröfn
Dröfn Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 10:04
til lukku með allt saman, og gaman að sjá myndir af ykkur og greinilegt að það var glatt á hjalla
Stefanía (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 00:11
Dröfn: já meðal annars og svo söng Óli einn ... My Way ... bara flottir gaurar... panta þá í mitt brúðkaup... eða nei ... ég ætlaði víst aldrei að gifta mig þar sem Geir er búinn að hóta sögustund ef af því verður... nei takk hehehehe... "ég og Jónsi - like this" hehehhe
Sigurlaug Lára (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.