Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Langar að benda á sæta litla dæmisögu!
28.9.2007 | 09:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Neitar að snúa sér!
26.9.2007 | 19:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er á lífi... en heimatölvan á heilsuhæli...
25.9.2007 | 11:24
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já.... ég veit!
14.9.2007 | 12:09
Ég er ekki búin að vera sú duglegasta í blogginu... en það er tvennu að kenna (tel mig ekki með enda er ég öll iðandi af vilja til að blogga betur, meira og skemmtilegar).
Númer 1:
- Það er klikkun að gera í vinnunni, utan sem innan vinnutíma.
- Við erum að rembast við að klára að koma starfi félagsmiðstöðvarinnar á nýjum starfsstað af stað.
- Við erum að rembast við að koma Vosbúð, ungmennahúsinu okkar, í stand.
- Við erum að rembast við að gera allt klárt fyrir landsmót Samfés sem verður hjá okkur 5. - 7. okt.... 350 - 450 manns á staðinn!
Númer 2:
- Litla krílið tekur gríðarlega orku frá mér... sýnist allt stefna í mestu orkusuguna í fjölskylduna. Veit ekki hvort við eigum eftir að þola það, gamla fólkið.
- Orkuleysið kallar á að ég geri minna heima hjá mér en ég ætti að vera að gera.
- Ég sef meira... sem segir sig sjálft tekur enn meiri tíma sem ég varla á!
- Þvotturinn í þvottahúsinu minnkar ekkert, sama hvað ég þvæ... hvernig fara allir að því að verða svona skítugir? heheheh kannski hjálpar það ekki þvottahúsinu að börnin hafa ákveðið að byrja að æfa 3 íþróttina... stundatöflurnar eru sem sagt að verða þéttskipaðar fyrir veturinn. T.d. fer sonurinn einn daginn beint úr leikfimi á æfingu í frjálsum íþróttum (sannfærður um að það eigi eftir að hjálpa honum í knattspyrnuiðkun sinni), þaðan beint á handboltaæfingu og svo beint á fótboltaæfingu. Sem betur fer fyrir kallinn er þetta allt í sama húsinu og engin að pressa á hann að hafa þetta svona... allt er þetta gert að eigin vilja! Og mamman fær að sjá hann aftur um korter yfir sex.... vona bara að það verði ekki einhver heimavinna í töskunni þessa daga... efast um að hann myndi meika það!
En í heildina er ég í góðum málun. Á gott fólk í kringum mig sem virðist tilbúið í hvaða slag sem er. Ég er með flott starfsfólk sem hefur sýnt það á þessum stutta tíma að þau klára þetta, hvort sem ég verð á fótum eða ekki!
Oh, það er svo gott að lifa... gúggí gúggí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)