Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Algjör krútt!

Æsifréttastíllinn gefur fréttinni aukið vægi!!! Og óheppni fyrir peyjana að löggan skyldi verða vitni... Eru þeir kannski upprennandi "ólukkuglæponar"?

Minnir að hafa heyrt svipaðar sögur af bróðir mínum yngri! Að hann hafi fundist úti í búð... sem er töluverðan spotta frá leikskólanum!


mbl.is Flótti úr leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíl í friði!

FriðarljósJæja, skiptast á skin og skúrir!

Guðmundur Tómas minn kom heim úr skólanum í dag, fyrr en vanalega þar sem hann hafði komið að skólahjúkkunni þar sem hún var meðvitundalaus. Hann gerði það eina sem honum datt í hug að gera, kveikja á brunaboðanum. Stuttu seinna var ljóst að hún var látin.

Guðmundur Tómas hefur verið fáskiptur í dag, eins og hann viti ekki hvernig hann á að vera! Bað ekki einu sinni um að fá að fara í tölvuna!

Hugsa til þeirra sem eiga um sárt að binda og megi Guð hjálpa þeim og styðja í sorg sinni!

Guð geymi þig Anna og takk fyrir alla þína hugulsemi í gegnum árin!


Forvitni!

Systur saman!Þar sem okkur finnast 2 mánuðir langur tími hjá 4 mánaða gömlu barni ætlum við að mæta í aukavigtun í dag! Svo er maður náttúrulega pínuforvitin á að fá að vita hvað hún Signý, gullið okkar er orðin stór!

Update: Vigtun staðfestir að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af mýslunni okkar!


Fann þessar á gömlu bloggsíðunni minni!

Guðmundur Tómas 8 ára Guðný 6 ára Systkinin agalega glöð í bragði Sæt saman Svo fín

Loksins - loksins!

Mín gafst sko ekki upp... og myndir komnar inn!

Nú er bara að reyna að veiða fiskifluguna sem er búin að vera duglega að ergja mig með ððððððððððððððððððððððððððððððððinu í sér í dag!!!!

P.S. Eru þetta samantekin ráð??? Fyrst mbl og svo fiskifluga!


Nýjar myndir!

Jæja þá er ég loksins búin að hafa mig í að setja inn nýjar myndir! Kíkið í albúmin!

Neinei... agalega típískt!

Ekkert gengur að setja inn myndirnar!!!

Þolinmæði!!!! Hvar ertu????


Lífsins Bingó!

bingoSkrítið hvernig lífið raðast upp hjá manni!

Ég hef nú verið róleg í útstáelsi eftir að Signý kom í heiminn en í gær fóru ég, Signý og Guðný með Guðmundi Tómasi á árgangafjör í skólanum. Við mættum með köku, horfðum á skemmtiatriði, unnum í tónlistagetraun og spiluðum BINGÓ. Skemmst er frá því að segja að við unnum ekki neitt!

Ég hentist heim rétt fyrir 8 þar sem mamma bauð okkur Jónu systir með sér á mömmufund Sinawik. Fullt af skemmtiatriðum, kökur og brauð ooooooog BINGÓ!!! Og ekki vann ég!!!

Hef fengið mína vinninga í lífinu. Takk fyrir túkall!


Einn svona í tilefni þess að veðrið er eins og það er!

Tveir íslendingar eru úti í sveit að aka og sjá bíl fastan úti í kanti.

Þeir ákveða að hjálpa og fara út úr bílnum.

Þetta eru útlendingar og kunna íslendingarnir lítið í ensku en tekst að spyrja:  "Dú jú vant help?" Útlendingarnir svara " no no this is ok"

Íslendingarnir vilja endilega hjálpa og gefa sig ekki og segja: Jes ví help jú

Útlendingarnir: No no this is ok

Íslendingarnir: Jes jes nó vesen - ví help jú

Þeir ná í reipi í bílinn sinn til að freista þess að draga bílinn - í versta falli að ýta honum upp á vegkanntinn aftur.

Útlendingarnir: What are you gonna do?

 Íslendingarnir: First ví reip jú - ðen ví ít jú   


Mjólk í kaffið!

KaffiSkrítið hvað hlutirnir breytast.

Fyrir 3ju meðgönguna drakk ég kaffi og mikið af því, svart og sykurlaust. Þegar ég varð ólétt af Signý hafði ég bara enga lyst á kaffi! Eftir fjóra mánuði langaði mig í pínu kaffi en með mjólk! Úti á Tyrklandi fannst mér nauðsynlegt að fá smá sykur í kaffið, þá komin 6 mánuði. Núna drekk ég ekki kaffi öðruvísi en með mjólk... og helst fæ ég mér eitthvað sætt með, kex, súkkulaðibita eða kandís!

Hmmm bara smá vangaveltur

Ég er Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þá aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

En hvernig kaffi ert þú?

 


Heima með 3 börn!

Þar sem ég bý ekki við stofnæð var ekki hægt að senda þessi eldri í skólann í morgun!

Stórskrýtið að kíkja út um glugganna (það er búið að skafa rúðurnar)... Skaflarnir þekja þó enn meira en helming eldhúsgluggana! 

Nú er skólastund á heimilinu... verið að læra í bókunum sem voru í töskunni! Finnst nú eins og sonurinn sé að sleppa vel... en sjáum hvort ég finni ekki eitthvað handa honum!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband