Gogoferð afstaðin!!!
19.3.2007 | 18:51
Þvílíkt og annað eins! Takk fyrir yndislega ferð... lá við harðsperum í maga eftir hláturinn... eða var það eftir allt prumpið!
Alla vega er annar rassvöðvinn eitthvað að kvarta... en það er eftir keiluna!!! hahha
Við gátum þetta!!! Og komin heim heil á húfi!!! Ja hérna hér.
Myndirnar eru komnar á myndasíðuna...
Og Jóna Guðlaug.... það eru víst myndir af þér á myndasíðunni minni!!!
Myndasíðan er http://myndir.heimaklettur.com/sigthora
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ussumuss!!! Tíminn flýgur í fjörinu... sumarið handan við hornið!
12.3.2007 | 21:50
Nú er mars bara nánast hálfnaður og dagarnir bara staldra varla við! Það er nú munur frá því í febrúar!!!!
Stjórnarfundur á morgun, næstu helgi verður ferðin með stelpunum og mökum, helgina eftir það er bústaðarferð með mömmu og pabba og helgina eftir það fer ég með tvö úr unglingaráði á landsþing ungs fólks! Og þá verður mars bara búinn!
Áður en maður veit af verður maður á leið til Marmaris.... í góða veðrið!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ótrúlegt en satt... !!!
7.3.2007 | 23:26
Vinkvennahópurinn er loksins að láta verða af því að skella sér saman í sumarbústaðarferð... og það sem meira er, kallarnir okkar fá að fara með!!! Sel það ekki dýrara!
Er einhvern vegin hrædd um að eitthvað komi upp á þannig að allt fari í rugl!!! Þá væri það í stíl við okkur vinkonurnar.
Ég man til dæmis eftir því þegar við vinkonurnar vorum í að finna okkur búninga fyrir fyrstu "gallaþjóðhátíðina" okkar. Skil ekki enn hvernig við fórum að því að sættast á nafn á hópinn, hönnunina og ég tala nú ekki um það heitasta... hverjar ættu nú að fá að vera með!!! Tvær af mínum bestu vinkonum, stelpur sem voru saman í handboltanum og fótboltanum en áttu ekkert annað sameiginlegt... eða kannski bara of mikið! Held svei mér þá að það hafi alltaf kastast í kekki hjá þeim, bara ef þær mættust úti á götu. Þær voru alltaf báðar í byrjunarliðunum þannig að ekki var það það... ég veit ekki hvað það var en ef ég ætlaði að vera með einni þá var ekki séns á að hin myndi vera með! Samt voru þær tvær í
hópnum, ásamt mér og 8 öðrum stelpum.
Það sem er bara fyndið við þetta í dag er að þær eru bara ljómandi vinkonur... eitthvað sem ég hefði aldrei tippað á þrátt fyrir háann stuðul!!!
Ég man líka eftir því að stelpurnar skyldu ekkert í því að ég skyldi ekki vilja vera í þjóðhátíðarbúning á þjóðhátíðinni '96... búningarnir voru bleikir og svartir klappstýrubúningar og ég átti 8 mánaða gamalt barn... fyrsta til að koma með króa. Ég sá það ekki alveg fyrir mér á labbinu með strákinn í klappstýrubúning!
Alla vega... þá erum við víst "saumaklúbburinn" sem er hvað snobbaðastur... held að sú sem lét þessi orð falla hafi ekki getað haft hugmynd um að ég væri í honum! Þessi hefur ekki heldur hitt okkur eftir miðnætti á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð í ömmukjólum með varalit á tönnunum og rúllur í hárinu!
Eníhús... við hittumst alltof sjaldan allar... agalega busy allar... við reynum þó og mottóið er "ekki gefast upp á að reyna að hittast" þó við séum bara tvær! Ég vona innilega að allar eigi séns á að hitta okkur hinar eitthvað í ferðinni, ég og kallinn verðum alla vega í allri dagskráinni...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ferðafélag Sigþóru!
5.3.2007 | 14:51
Komin heim úr enn einni ferðinni. Er gjörsamlega búin á því, andlega og líkamlega...
En ég kom heim úr Herjólfi í gær, þar sem beið mín humarmáltíð og kampavín... 4 mánuðir síðan við gengum í það heilaga... og ég úrvinda!
Allt er komið á fullt... loksins febrúar búinn. Agalega leiðinlegur mánuður eitthvað! Sama hvað maður reynir mikið að brydda upp á að gera í febrúar... þá er það bara til að stytta stundirnar... Nú er kominn nýr mánuður og þá fer maður að brydda upp á nýjum hlutum fyrir fjörið og gleðina!
Tjás beibis og hasta la vista beibí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pestagemlingurinn ég!
22.2.2007 | 14:18
Það er alveg ótrúlegt hvað ég er lúnkinn við að næla mér í pestir. Í gær fékk ég einhverja kvefpest, með tilheyrandi kvef, hausverk og hor. Og í gærkvöld fékk ég svona hrottalega í magann! Held mig sem sé heima í dag... þar sem ekki er óhætt að fara mikið langt frá you know how.
Treysti á að ég verði komin á lappir á morgun... þoli nebbla ekki að liggja og láta mér líða illa!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úff... Febrúar alveg að klárast!
19.2.2007 | 22:02
Þessi mánuður er nú voðalega sjaldan skemmtilegur... þrátt fyrir alla "tilbreytingardaganna", konudagur, bolludagur, sprengidagur og einn leiðinlegasti dagur veraldar... ÖSKUDAGURINN. Tímaskekkja dauðans. Krakkar í grímubúningum, í brjáluðu veðri... ég meina, hvernig er hægt að vera alvöru Lína Langsokkur í kuldagalla???
Og ekki lagar það daginn að þetta vesen með að slá köttinn úr tunnunni er á minni könnu... þoli einfaldlega ekki daginn.
Gerum lífið aðeins einfaldara, höldum öskudaginn í maí eða júní, þar sem krakkarnir eru í minni "flensuhættu", frostbitshættu og fokhættu. Þar sem væri hægt að hafa "kattarsláttinn" utandyra... Nú eða gera bara skemmtilegan dag í skólanum... grímubúningardagur, skemmtun og allir mega koma með hæfilegt magn af nammi... ekki 30 þrista, 400 sleikjóa og ef einhver búðareigandi er sniðugur, límmiðaörk!!!
Oh, þoli ekki þegar ég er í röfl stuði!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er lífið eins og JóJó???
13.2.2007 | 10:37
Það lítur út fyrir að lífið sé eins og Jójó. Bara misjafnt hvað lífið staldrar lengi við uppi í gleðinni eða niðri í vollinu! En einhvern vegin er það samt alveg á hreinu að lífið er ekki endalaus hamingja... þó að Pollýönnu hugsun geti komið sér vel á stundum!
Jákvæðni kemur manni ansi langt... að sjá hálf fullt glas en ekki hálf tómt... að treysta því að við endann á göngunum sé ljós! Það kemur náttúrulega fyrir á bestu bæjum að jákvæðnistöflurnar klárast... en þá er bara að vera andskotanum fljótari með áfyllinguna!
Nota niðurkaflana til að læra á sjálfan sig, á þá sem eru næstir manni og umhverfið sitt! Öll reynsla gerir mann að betri manneskju... ef maður vill það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Breiðuvík
9.2.2007 | 15:18
Hroðalegir staðir kalla á hroðalega umræðu. Varla að maður komi einhvers staðar inn þar sem ekki er talað um upplifanir fólks við að sjá fullorðna menn sem enn eru að takast á við það sem gerðist í þeirra lífi þegar þeir voru óharðnaðir unglingar eða bara börn! Umfjöllunin varð til þess að maður skammaðist sín fyrir stjórnvöld landsins, að börn hafi verið tekin af heimilum sínum, sum hver agaleg heimili... en þó töluvert betri en það umhverfi sem tók við.
Sonur minn, á tólfta ári, sat og horfði með mér og pabba sínum í gærkvöldi á Kastljósið... Hann eins og fleirri átti ekki orð, spurði okkur út í allt sem sagt var, trúði ekki eigin eyrum lýsingar á þeirri vonsku sem fór greinilega fram á staðnum. Í miðjum þætti stóð hann þó upp og gat ekki horft á meir.
Það sem kom hvað mest á óvart í þessari umfjöllun var hvað unga fólkið sem við var talað, skilaði heilsteyptum og skilmerkilegum svörum til spyrjenda þáttarins. Þroskuð svör og maður einhvern vegin fylltist stolti yfir unga fólki þjóðarinnar! Þetta er fólkið sem ég hélt að væru horfin í hugsun efnahyggjunar en fáir töluðu um að láta mennina fá greiddar bætur... nema þá í formi hjálpar, sálfræðihjálpar, áfallahjálpar eða hvaða hjálpar sem þeir þurfa á að halda.
Sumir þessara manna hafa komist yfir þetta, líkast til fengið sína hjálp í gegnum fjölskyldur og vini. Aðrir hafa greinilega aldrei fengið neina hjálp...
Eigum við ekki að vona að batnandi þjóð sé best að lifa!?!
Vona að þeir sem sjái um málefni barna af brotnum heimilum séu meðvitaðri um þær hættur sem geta verið til staðar fyrir þessi börn.
Vona að þeir sem taki að sér börn geri það af manngæsku en ekki öðrum kenndum!!!
Ég er enn að reyna að ná tökum á hugsunum mínum... á erfitt með að trúa þeirri illsku sem getur búið í manninum og sprettur upp við það eitt að fá völd.... á erfitt með að trúa því að hægt sé að loka augum fyrir því hvað er í gangi á næsta heimili... á erfitt með að sætta mig við það að börn séu látin sæta andlegu og líkamlegu ofbeldi án þess að fólk láti í sér heyra, bara af því að einhver gæti orðið fúll út í mann... Ef við teljum að barn sé vanrækt, sæti einhvers konar ofbeldi þá er okkur skylt að tilkynna það. Hvað ætlum við að gera ef í ljós kemur að grunsemdir okkar voru réttar? Og við gerðum ekkert??? Er ekki betra að hafa látið í ljós áhyggjur sínar við rétta aðila, að láta þá aðila sem eru að vinna við þessi mál, kanna málin?
Það sem getur gerst er að við höfðum rangt fyrir okkur og við getum því hætt að hafa áhyggjur! EÐA að barnið fær þá hjálp sem það þarf!!!
Við getum líka valið að segja ekkert, látið samviskuna naga okkur að innan... og í versta falli fengið staðfestingu á að við hefðum ÁTT að gera eitthvað!!! Og þá kannski of seint!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varúlfurinn og lífið!
25.1.2007 | 08:31
Ég lærði spil fyrir einhverjum árum sem heitir Varúlfur og hef spilað það reglulega þegar ég hitti þann sem á spilið! Sá keypti spili í Belgíu og vissi ekki til þess að hægt væri að versla það á Íslandi... Hann var líka búinn að leita á netinu... en ég fékk upplýsingar nýverið um að spilið væri "líklega væntanlegt" í spilabúðina Nexus á Hverfisgötunni! Jújú, stemmir spilið var til... 5 stk. En ekki lengur... Ég keypti 4 stk. Eitt fyrir mig, eitt fyrir Féló... og svo keypti ég tvo stokka í viðbót því að alltaf þegar ég hef spilað Varúlf er einhver sem segir... "og hvar getur maður svo keypt þetta?" Og þá ætla ég að segja... ég á auka!!! Sniðug!!! Nú höfum við spilað þetta nokkrum sinnum í Féló við mikinn fögnuð... og reikna ég með að Nótt í Féló aðra nótt verði iðandi í Varúlfum!!!
Annars leikur lífið bara við okkur hérna á Bröttó. Við erum búin að finna ferðina sem við ætlum í! Marmaris varð fyrir valinu í þetta skiptið. Já, við erum á leið til Asíu í sumarfrí!!!
Krakkarnir komu heim með einkunnir og megum við alveg vera stolt af okkar afkvæmum... ja svona fyrir utan kannski eitt atriði. Enn markmiðið hefur verið sett og vonandi sjáum við bætingu með vorinu!
Svo er bara nóg að gera... er að fara að vinna á Nótt í Féló á morgun, er að fara með hóp til Víkur í Mýrdal um næstu helgi and so on and so on... og svo voga sumir sér að kvarta yfir því að ekkert sé að gerast... ISSSSSS PISSSSS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvenær losnar maður við letina???
15.1.2007 | 17:13
Hef verið að velta því fyrir mér... Hvenær hverfur letin?
Nú er ég búin að sofa nóg... eða mér finnst það, búin að fara í ræktina og sund, búin að breyta heima... en samt er ég löt!!!
Já, pípol... maður greinilega losnar ekki svo auðveldlega við letina... hún verður ekki hrakin svo auðveldlega burt... en allt er þetta spurning um að leyfa ekki letini að taka völdin!
Eníhús...
Við hjónakornin keyptum okkur tvö árskort í ræktina... og nú er regla heimilisins að við verðum að fara minnst tvisvar í viku í ræktina eða sund!
Við erum búin að breyta heima... komin inniarinn í stofuna og klárt sjónvarpsherbergið með nýjum svefnsófa. Börnin eru flutt á neðri hæðina í hjúmongus herbergi... og svo er bara að sjá hvað það tekur langann tíma að koma öllu í rúst þar!
Þessa daganna er ég á fullu á Úrvals Útsýnar síðunni, Plúsferðasíðunni og fleirri ferðaskrifstofusíðum í leit af sumarfríi ársins!!! Er nú eins fljóthuga og flestir sem þekkja mig hafa rekist á... og hef þurft að stoppa mig all svakalega með að bóka ekki bara strax!!!
Ég er víst ekki ein um það... get huggað mig við það!
Hugleiðingar sem náðu að brjótast út úr viðjum letinnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)