Lífstíðarfangelsi!

Fékk "kött" í hálsinn við lesturinn á fréttinni!

Á varla orð til að lýsa því hvernig mér líður eftir að hafa lesið greinina... Líklegast var hún sett á geðsjúkrahúsið því að fangelsin tóku ekki 15 ára krakka inn til sín...!

Hvernig er þetta bara hægt?

Ætli engin skammist sín í dag... eða eru allir sem stóðu að málinu kannski bara löngu dauðir?


mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarstarf?

Það sem börnin læra í skólanum... hér er afrakstur úr upplýsingatæknitímunum!

Teiknimynd sonarins


Heimanám og samræmd próf!

argAlveg get ég orðið geðveik á þessu blessaða heimanámi.

Tala nú ekki um þegar krakkarnir koma heim með hluti sem er ekki enn búið að kenna! Er ég kennarinn....??? Hef ég forsendur til að kenna barninu mínu aðferðir til að deila??? Margfalda brot??? Finna út flatarmál þríhyrnings??? Ég þakka bara Guði fyrir að ég kann þessa hluti nokkuð vel, en bara verst að þessa daganna er ég kannski ekkert úber þolinmóð við þessi blessuðu börn mín... en það lagast vonandi á næstu 3-4 vikum, þegar meðgönguhormón fara dvínandi!!!

Allt í lagi heimanám í litlu magni og sem upprifjunarefni en kommon... skila heimanámi í íslensku, stærðfræði og landafræði sama daginn og að læra undir próf í náttúrufræði sama dag og við erum að tala um að krakkinn sé í 5. bekk!!! 

Krakkarnir mínir hafa bara agalega takmarkaðan tíma til að læra heima... og ég held að dóttir minni hafi fundist ég bara stórundarleg að láta hana sleppa frjálsíþróttaæfingu til að eiga einhvern möguleika á að klára pakkann!

Annars er ferlegt hvað krakkar eiga misauðvelt með námið... og jaðrar þetta við mismunun!!!  


Undarleg fyrirsögn!!!

Ég hélt að búið væri að metta íslenskan markað með heitum pottum en neinei fréttin er um það að ekki sé að draga úr eftirspurn á fiskibátum!!!

HMMMM.... Það er kannski bara ég sem sé ekki samhengið!

Annars er ég á leiðinni í klippingu með allt stóðið... ekki að það sé fréttnæmnt, kannski fyrir utan það að ég þurfti ekki að snúa svo mikið upp á handlegginn á syninum til að fá hans samþykki fyrir skerðingu á hárinu á höfði hans. Honum finnst þetta bara tímaeyðsla og óþarfi... ég má víst þakka fyrir... sumir jafnaldrar komnir með strípur og nota dýrara efni í hausinn á sér en fyrirsæturnar!!!


mbl.is Þurfa ekki að auka framleiðslu á heitum pottum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af dýrmætustu eignunum!

M-E-Photo%20baby%20in%20handVar að lesa frétt á Vísi.is þar sem segir frá þjófnaði á fæðingardeildinni á landspítalanum. Myndavél og fleiru var stolið á meðan nýbakaðir foreldrar fóru að fá sér í gogginn... Það versta er náttúrulega myndirnar sem voru á myndavélinni af nýfæddu barninu!!! Hugsið ykkur, að eiga ekki neina mynd af fyrstu sólarhringum barnsins þíns!!! Ég væri enn grenjandi...

Svo er það eitt... hver hefur samvisku til að taka "minningarnar" frá nýbökuðum foreldrum? Er ekki hægt að skila alla vega minniskubbnum?

Annars gleymi ég því seint þegar ég gleymdi myndavélinni minni inni í tjaldi á þjóðhátíð, fattaði það svona klukkutíma seinna og myndavélin stóð á borðinu... en búið að stela filmunni úr henni!!! Ég velti því mikið fyrir mér... af hverju náði ég mynd, sem mátti ekki komast upp???

Annars líður okkur hérna á Bröttó bara vel, líður samt eins og ég sé pínu marin inni í mér, höfuð barnsins búið að ýta mikið á rifbeinin og svo eftir snúninginn sjálfann... en það lagast. Mér líður mikið betur, sef betur, kúlan ekki eins há og því auðveldari og léttari öndun. Góðar hreyfingar í gangi og farin að finna þrýsinginn niður á við!

Þannig að allt lúkkar vel... held samt ég reyni að fá að hitta á Drífu ljósu fljótlega, svona til að staðfesta að krílið sé ekkert að snúa sér til baka og að allt sé eins og það á að vera!


Krílið á hvolfi!

Jæja, loksins... krílið komið á hvolf... eins og allt á að vera. Vendingin gekk eins og eftir bókinni... ekkert spes gott sko en hvað lætur maður ekki yfir sig ganga fyrir þessi rassgöt, smá áhyggjur en svo eftir korter jafnaði hjartslátturinn sig og ég fór að finna aftur hreyfingar. Fengum meira að segja heimfararleyfi í dag og því er stefnan sett á Herjólf í kvöld...!

Klára sem sagt meðgönguna eðlilega og fæ líklegast að eiga í Vestmannaeyjum...

Guðmundur Tómas er að fara að keppa alla helgina og Geir verður á námskeiði þannig að ég ætla bara að hafa það gott, hvíla mig, þvo þvott og undirbúa heimilið og sjálfan sig!

Gott með þig, komin með svona svartan mann..... með svona stórann t***i!!!


En ekkert að gerast í snúsnúmálinu!

Var í skoðun í dag... krakkarassgatið neitar sem sagt að snúa sér.

Ég fer í blóðprufu í fyrramálið, sónar annað kvöld og Herjólf á fimmtudagsmorgun, þar sem ég þarf að mæta á landsspítalann kl. 1500 í skoðun og líklegast reynd vending.

Veit sem sé ekki hvort ég er að fara að pakka niður fyrir einn dag, þrjá daga, viku, hálfan mánuð, fyrir mig og kallinn, fyrir lítið barn eða hvað...

Allt hringsnýst í hausnum á mér núna... pleh


Langar að benda á sæta litla dæmisögu!

Hann Toshiki, bloggvinur minn, skrifaði æðislega sæta litla dæmisögu sem ég held að bara allir verði að lesa! Getið fundið tengilinn hans hér neðst í bloggvinarununni!

Neitar að snúa sér!

Nýjustu fréttir eru þær að krakkarassgatið neitar að snúa sér á hvolf! Næsta skoðun er 9. október og ég verð barasta að fara að labba eða eitthvað til að reyna að freista barninu til að velta sér í hálfhring!

Er á lífi... en heimatölvan á heilsuhæli...

þess vegna er lítið um blogg... hef bara ekki tíma í vinnunni til að stelast í þetta!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband