Já.... ég veit!
14.9.2007 | 12:09
Ég er ekki búin að vera sú duglegasta í blogginu... en það er tvennu að kenna (tel mig ekki með enda er ég öll iðandi af vilja til að blogga betur, meira og skemmtilegar).
Númer 1:
- Það er klikkun að gera í vinnunni, utan sem innan vinnutíma.
- Við erum að rembast við að klára að koma starfi félagsmiðstöðvarinnar á nýjum starfsstað af stað.
- Við erum að rembast við að koma Vosbúð, ungmennahúsinu okkar, í stand.
- Við erum að rembast við að gera allt klárt fyrir landsmót Samfés sem verður hjá okkur 5. - 7. okt.... 350 - 450 manns á staðinn!
Númer 2:
- Litla krílið tekur gríðarlega orku frá mér... sýnist allt stefna í mestu orkusuguna í fjölskylduna. Veit ekki hvort við eigum eftir að þola það, gamla fólkið.
- Orkuleysið kallar á að ég geri minna heima hjá mér en ég ætti að vera að gera.
- Ég sef meira... sem segir sig sjálft tekur enn meiri tíma sem ég varla á!
- Þvotturinn í þvottahúsinu minnkar ekkert, sama hvað ég þvæ... hvernig fara allir að því að verða svona skítugir? heheheh kannski hjálpar það ekki þvottahúsinu að börnin hafa ákveðið að byrja að æfa 3 íþróttina... stundatöflurnar eru sem sagt að verða þéttskipaðar fyrir veturinn. T.d. fer sonurinn einn daginn beint úr leikfimi á æfingu í frjálsum íþróttum (sannfærður um að það eigi eftir að hjálpa honum í knattspyrnuiðkun sinni), þaðan beint á handboltaæfingu og svo beint á fótboltaæfingu. Sem betur fer fyrir kallinn er þetta allt í sama húsinu og engin að pressa á hann að hafa þetta svona... allt er þetta gert að eigin vilja! Og mamman fær að sjá hann aftur um korter yfir sex.... vona bara að það verði ekki einhver heimavinna í töskunni þessa daga... efast um að hann myndi meika það!
En í heildina er ég í góðum málun. Á gott fólk í kringum mig sem virðist tilbúið í hvaða slag sem er. Ég er með flott starfsfólk sem hefur sýnt það á þessum stutta tíma að þau klára þetta, hvort sem ég verð á fótum eða ekki!
Oh, það er svo gott að lifa... gúggí gúggí!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fréttir af massa óléttu kellingunni!
30.8.2007 | 14:50
Hér er ég, hér er ég!
Góðan daginn, daginn, daginn!!!
Þá er komið að helstinu. Ég er flutt!!!! Eða sko ekki ég og mín familí, we feel fine heima hjá okkur... heldur ég og skrifstofan mín, ég og félagsmiðstöðin mín erum alveg að fara að flytja. Nýtt vinnunetfang er sigthora@vestmannaeyjar.is og nýr vinnusími er 488-2036 eða 488-2000 ef þið viljið vera agalega pró og hringja í gegnum skiptiborðið!!!
Í morgun kíktum við Geir í sónar hjá Einsa kalda Djóns. Barnið er orðið rúmar 7 merkur, verður líklegast svipað systkinum sínum þegar kemur að fæðingu... eða samkvæmt útreikningum sem fram fóru og þar af leiðandi 17 - 18 marka krakki á leiðinni. Við fengum að vita hvort kynið er á leiðinni... og í mig var hent vottorði um að hundskast nú til að minnka við mig vinnuna... vera bara hálfan daginn! Kannski orðið tímabært þar sem ég náði heilum klukkutíma með karlinum mínum í vökutíma! Óg á þessum klukkutíma elduðum við, borðuðum og fórum í sturtu... í sitthvoru lagi náttla (ekki pláss fyrir 3 í sturtuklefanum okkar)! Maturinn tilbúin hálf sjö, ég upp í rúm um sjö og var vakin korter yfir sjö í morgun!!! Geri aðrir betur!!!
Nú... hvað get ég sagt ykkur fleira??? hmmm...
Mér verður nú ekki mikið úr verki, þegar ég er vakandi... ekki frekar en sofandi ... þannig að.
Bara... húmalakala hey!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Allt of mikið að gerast hjá manni!
7.8.2007 | 14:53
Blessuð og takk fyrir þolinmæðina!
Marmaris var æði. Afslöppun, sól og kósýheit í tvær vikur í góðra vina hópi.
Við gerðum það sem okkur datt í hug, borðuðum góðan mat (borðuðum steikur í nánast öll mál), skelltum okkur á ströndina og skoðuðum í búðir!!!
Aðalmálið var að prútta nógu andskoti mikið... oft gerði maður nú ekkert allt of góðan díl en það var aðallega í byrjun ferðarinnar... svona þegar maður var að átta sig á verðlaginu.
Þjóðhátíðin var náttúrulega bara geggjuð. Æðislegt veður, róleg gæsluvakt í sjúkraskýlinu og skemmtilegt fólk. Sunnudagskvöldið var auðvitað kapitúli út af fyrir sig... eins og undanfarnar Þjóðhátíðar.
Systursonur minn sagði þegar ég sat við hliðina á honum: "hvaða ógeðslega kona er í tjaldinu okkar?" og átti þá við mig! Lái honum hver sem vill!!!
Svo eru fleiri myndir í bæði "Ég og fjölskyldan" úr Marmarisferðinni og "Við vinkonurnar" af Þjóðhátíðinni!
Búin að setja inn fleiri myndir á heimaklettsmyndasíðuna mína!
Knús og kossar!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tvennt í stöðunni!
4.7.2007 | 21:48
Annað hvort er öllum nema mér skítsama um það að verðið á enska boltanum er að rjúka upp.... eða hitt.... að allir eru löngu hættir að lesa bloggið mitt!!!!
Kannski er ég bara forfallinn fótboltafíkill sem er að finna ástæðu til að fara aftur til Liverpool.... með börnin mín, á Anfield... verður ferðin ekki bara fermingargjafirnar þeirra???
Hef ekki tíma í meira.... er nefnilega Alveg að fara til Tyrklands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enski boltinn!
3.7.2007 | 00:51
Jájá, þá er verðskráin komin fyrir enska boltann! Bara búið að dobbla verðið! Ekki nema!!!!
Held ég leggi peninginn frekar inn á bók og bjóði krökkunum til Liverpool eftir 2 - 4 ár...
Ég bara þoli ekki þetta glæpafyrirtæki... og held ég taki það stórt upp í mig að segja að ég muni ALDREI borga þeim krónu í afnotagjöld!!!
Takk fyrir túkall!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinna úti!
26.6.2007 | 17:31
Agalega er nú gaman að ditta að.... svona fyrir utan hvað það þarf alltaf að kosta hrúgu af péningum, nú og náttúrulega tíma!!!
Hér eru nokkrar myndir af því hvernig okkur er að ganga.... Það er líka spurning um að gleyma sér þokkalega í því að smíða pallinn sinn fína!
Guðný og Guðmundur Tómas eru búin að vera á faraldsfæti með fótboltaliðunum sínum.
Guðmundur fór á Selfoss á miðvikudaginn, skoraði tvö og lagði eitt upp... í 3 -3 jafntefli.
Guðný fór á Sauðárkrók með sínu liði og spilaði þar í A-liði... og unnu alla leikina nema á móti Breiðablik og enduðu í öðru sæti í mótinu.
Guðmundur Tómas er núna í þessum töluðu að spila í Reykjanesbæ við Keflavík og kemur allt í ljós með þann leik síðar í dag.
Guðný er að fara á laugardaginn að keppa í íslandsmótinu og ætlar að verða eftir hjá frænku sinni í viku.
Guðmundur Tómas er að fara á þriðjudaginn á N1-mótið á Akureyri og kemur heim aftur á laugardegi eða sunnudegi.
Þannig að við verðum bara ein heima skötuhjúin... og ég í sumarfríi!!! Hvað á maður að gera af sér??? OOOOO ætli maður finni ekki eitthvað!
Og svo kemur akkurat ein mynd sem sýnir hvernig maður getur farið á bakinu við að vera að smíða mikið pall!!!
Hvernig væri svo að fara að nota sólarvörn... svona þrátt fyrir að búa á Íslandi!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég trúi þessu ekki!
14.6.2007 | 22:19
Ég sem var búin að setja inn í dagatalið að horfa á þættina!!!
Hvaða rugl er í gangi...? Er ekki frá neinu merkilegra að segja? Hver hefur ekki flutt um ævina???
Ekki sá ég camerurnar þegar ég flutti hérna um árið!!!
![]() |
Aðeins einn þáttur um flutninga Viktoríu Beckham vestur um haf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ný reynsla!
12.6.2007 | 22:47
Ég og Bjarni Fel erum læk ðis eftir kvöldið!!!
Ég prófaði að vera íþróttafréttaritari Rásar 2 í kvöld og held svei mér að ég hafi farið 6 sinnum í loftið með mis gáfuleg innslög!
En að leiknum sem ég var nú að fréttaritarast á þá stóðu stelpurnar sig bara mjög vel, 14 - 17 ára fyrir utan háaldraðan markvörð (Karí 21 árs) að keppa á móti meistaraflokk UMFA og töpuðu bara 2 - 0.
Já, ég segi BARA af því að ég hélt að meistaraflokkslið með 3 útlendinga myndi taka títlurnar okkar í nefið!
Það skemmdi ekki fyrir áætlunum okkar í kvennaráði að keyra meistaraflokk í fullan gang í haust...
Já, ég sagði okkur því að ég var plötuð í að taka að mér formennsku í kvennaráði ÍBV knattspyrnu... ofan á að vera í stjórn pæjumótsins sem er bæðevei í vikunni... og ég að starta vinnuskólanum!!! GOOOOOOOOOD TIMING!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Viskubrunnurinn Garfield
11.6.2007 | 03:20
Hef verið í dvala ennnnnn.... er loksins búin að finna út af hverju ég lít út eins og ég geri!!! Garfield færði mér sannleikann að gjöf!
Annars er maður bara að bíða eftir sumarfríi... en þar til:
- sónar á morgun.
- leikur hjá syninum á miðvikudag.
- pæjumót í vikunni og Guðný kannski þar í uppfyllingu.
- Guðný á mót á Sauðárkrók.
- leikir hjá ÍBV mfl.
- vinnan maður ekki má gleyma vinnunni... sem er alveg að ná að drekkja mér á þessu andartaki...
Allt þetta er ástæða þess að ég sef ekki þessa nóttina... spenna eða tilhlökkun eða stress... ég veit það ekki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tyrkjarán nútímans!
1.6.2007 | 10:46
Las grein á eyjar.net eftir Arnar G. Hjaltalín og ég verð að segja að ég er ánægð með kallinn! Verð að vera sammála honum...
Hvernig eigum við að fara að því að treysta mönnum sem hafa ítrekað logið upp í opið geðið á fólki... snúið sér við og gert það sem allir óttast!!!
Ég vildi að ég ætti bréf í Vinnslulstöðinni... ég myndi geyma þau undir koddanum (eða þannig) og halda í þau sem fastast!!!
PLÍS haldið í bréfin ykkar sem fastast!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)