Dóttirinn og gullkornin hennar!
12.4.2007 | 11:22
Hún Guðný mín er engum lík. Þessa daganna vella upp úr henni gullkornin, við foreldrarnir berjumst við að halda andlitinu og hún lýtur á okkur með þessum stækkuðu augum sínum og segir: "Hvað?"
Eins og þeir sem þekkja mömmu mína vita að hún á agalega erfitt með að elda bara handa þeim sem eru í mat. Einhvern tímann þegar mamma var með börnin hans Kristleifs í pössun og ég kom í heimsókn með mína fjölskyldu og Jóna systir með sín börn að hún bauð okkur bara að borða líka. Þetta er í eina skiptið sem ég sé að það sé hæfilegt af mat á borðinu! Án djóks... einíhús...
Á skírdag fórum við í hádegismat til tengdó og þar sem hún er að bera matinn á borðið segir hún: "Ég vona að þetta sé nóg handa okkur. Ég elda svo oft bara fyrir mig eina að ég á orðið erfitt með að átta mig á hvað sé nógu mikið!" Guðný segir þá: "Akkurat öfugt við hana ömmu Þuru. Hún veit aldrei hvað hún á að elda lítið!!!"
Einhvern tímann þegar Guðný var hjá ömmu sinni Helgu sátu þær og horfðu saman á sjónvarpið. Guðný fór að strjúka henni um andlitið og amma hennar segir: "Æ, ertu svona góð við ömmu, að klappa henni." Þá gellur í minni: "Nei, ég er að reyna að slétta úr þér!!!"
Guðný söng einu sinni viðlag úr lagi, snýr sér að ömmu Þuru og segir á ég að syngja allt lagið? Já, endilega, svarar amman. Nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti og muna hvernig það byrjar! HA? sagði amman, hissa á orðanotkun barnsins. Þá segir Guðný... Já, amma. Það þýðir að hugsa!!!
Meira seinna
Athugasemdir
heheh..
ég á eina svona líka... það getur oft verið annsi erfitt að halda andlitinu...
sigga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:15
heheh..
ég á eina svona líka... það getur oft verið annsi erfitt að halda andlitinu...
sigga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:15
díses.. ég ætla ekki að skilja hvernig þessi síða þín virkar!!!
o jæja þú ættir allavega að ná þessu ;)
sigga (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:16
wahahahaha...Guðný snillingur.. Slétta úr ömmu sinni.......LOL......
Ragna Jenný Friðriksdóttir, 13.4.2007 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.