Raðmorðinginn Dexter!

DexterÞað er undarlegt að rekast á það að maður sé farin að "halda með" raðmorðingja en persóna Dexters er svo, hvað skal segja, aumkunarverð! Maður getur ekki annað en vorkennt honum. Hann situr líka í mér... ég þarf að hemja sjálfa mig til að fara ekki á netið og ná mér í síðustu þættina!

Ég man eftir því að hafa "haldið með" öðrum raðmorðingja en það var Hannibal "the cannibal" í myndinni Silence of the lambs. Og ekki var hann aumkunarverður þannig að það er ekki ástæðan. Kannski var ástæðan þá hvað lögreglumaðurinn sem elti hann hvað mest var óþolandi gæji? Þessi sem hann sagðist vera að fara að fá í kvöldmat í restina... og ekkert "Oh, þú skemmdir myndina bleble" Myndin er síðan 1990 og ef þú ert ekki búin að sjá hana ertu varla á leiðinni að glápa á hana núna!  Sem minnir mig á það að ég verð að fara að sjá Hannibal rising!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband