Er þetta það sem kallast leti?

Já, góðan daginn!

Nú hef ég bara ekki nennt að setjast niður og deila með ykkur hugsunum mínum... ekki að þær séu eitthvað flóknar, nema síður sé!

P5065290Ég skellti mér á Seltjarnarnesið í skottúr með 7. flokk kvenna í handbolta... og skvísurnar eru náttúrulega óborganlegar. Töluðu út í eitt allan tímann.

Stelpurnar stóðu sig bara svakalega vel, unnu 10 af 11 leikjum sem spilaðir voru.

Guðmundur Tómas er búinn að vera á einni löpp í viku en er að hressast aðeins... hefur nú áhyggjur af því að bólgan fari ekki... en það kemur.

Ástandið á heimilinu er að lagast. Ég er farin að geta verið á löppum í meira en 5 tíma í senn, ég er farin að nenna að setja í þvottavélina aftur, þá hlýtur það að fara að koma að ég nenni að taka fataherbergið í gegn líka... og ég fæ ekki eins oft í magann. Þeir segja að þetta fylgi konu í svipuðu "ástandi".

Mikið er að gera í vinnunni þessa daganna, undirbúningur vinnuskólans, skoða hugsanlegan flutning á félagsmiðstöðinni, ráða fólk í flokkstjórastöður, bæta húsi ungmenna á listann yfir hvað skal gera á næstunni, ráða ungt fólk í húsráð og svo er náttúrulega pæjumótið að fara að bresta á!

Heima við er ekkert minna að gera... erum búin að klára viðgerðina á framhliðinni, þurfum að fara að drullast áfram með sólpallinn, laga skemmdir á bakhliðinni... og svo er náttúrulega draumurinn um flott, stórt baðherbergi á neðri hæðina ekki gleymdur!!!21

Og ómæ hvað mig hlakkar til í sumar... brúðkaup Öllu og Magga, Marmaris og yfirgengileg afslöppun!!!

Hvað getum við beðið um meira???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eeeemm hvaða ástand er á þér?????

kveðja sigga´... já ég er enn á akureyri ekki bara farið á msn ennþá... breyti þessu þegar ég kem heim ;)

sigga (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Heyrðu.... ástandið er svona tímabundið! Verður búið um mánaðarmótin október - nóvember!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 10.5.2007 kl. 14:27

3 identicon

Ég segi bara congratz með ástandið, ég áttaði mig alveg á þessu enda er kona í sama ástandi

og varðandi "letina" þá þekki ég það, fyrst þá gengu bara allir í óhreinum fötum og gólfið var óskúrað og svona...  alveg eðlilegt

Sif (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband