Umræður á heimilinu!
16.5.2007 | 08:11
Þetta er nú kannski full persónuleg færsla fyrir suma (teprur) en ég finn hjá mér þörf til að láta umræður heimilisins, undanfarna daga, flakka.
Ég, Geir og sonurinn voru að ræða nýjasta "verðandi" fjölskyldumeðliminn og er því velt upp að þegar barnið verður 12 ára verður Guðmundur Tómas 24 ára! Og þar sem við hjónin erum búin að vera að þeysast um landið sem fararstjórar barnanna okkar stundi Geir: "Guðmundur, þú ferð bara sem fararstjóri fyrir okkur með litla systkininu!" Jú, Guðmundur var ekkert á móti því, en fannst öruggara að bæta aðeins við umræðuna og tilkynnir það að hann sæi sig nú alveg fyrir sér sem fararstjóra fyrir lítinn bróðir en hann nennti sko ekki að fara að vera fararstjóri hjá 12 ára stelpum!!!
Athugasemdir
Til lukku með verðandi fjölskyldumeðlim :)
Stefanía (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 19:38
Guð eruð þið ÓFRÍSK !!! Jeminn eini, innilega til hamingju :) Þetta er alveg frábært :)
Helga Björk (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 11:20
hæhæ þetta vera smá glín hjá mér heheh kv Guðmundur Tómas
Sigþóra Guðmundsdóttir, 26.5.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.