Eyjafólk kemur á óvart!!!

Þar sem ég er komin um 4 mánuði á leið, búin að fara tvisvar í sónar og einu sinni til ljósmóður... og fullt af fólki bara veit ekki neitt!!! Ég hefði nú haldið að allir vissu af þessu, á svona lítilli eyju, þar sem "allir" vita "allt" um "alla"... en batnandi fólki er best að lifa!

Börnin mín eru líka að koma mér á óvart. Heyrðist til þeirra um daginn þar sem þau ræddu saman um að ekki væri sjálfsagt að litla systkini þeirra yrði heilbrigt... Guðmundur Tómas var spurður hvort hann vildi að þetta væri strákur eða stelpa. Og svar hans sýndi alveg ótrúlegan þroska. "Ég vona bara að það verði heilbrigt!"

Annars er það að frétta af mér að ég sneiddi sneið af vinstri þumlinum á fimmtudaginn, nöglina og aðeins meir... var að sníða efni í bútasaumsteppi! Geri aðrir betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með bumbubúann ! Mjög svo gleðilegar fréttir sem maður les hérna á síðunni

Smári Jökull (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 11:46

2 identicon

Mér kemur nú ekkert á óvart lengur með þig Sigþóra mín...a.m.k. ekki að heyra að þú hafir tekið framan af fingri!!! Gott að þið þurfið ekki að ferðast mikið á puttanum þarna í Eyjum!!! Til hamingju öll með "nýbúann", þetta eru gleðilegar fréttir. Nú er gott að eiga góðan "sérfræðing" að hjá fæðingarorlofssjóði húsmæðra á Hvammstanga!!

 Kveðjur frá Dallas!

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband