Guðný og handboltinn!

419306AGuðný fór að keppa í fyrsta handboltamóti vetrarins, haldið af HK í Kópavogi. Hún fór á föstudaginn, leiddi ungverska handboltalandsliðið inn á völlinn fyrir landsleikinn, fékk barmnælu frá Ungverjunum og plakat frá íslenska landsliðinu. (Myndin hér til hliðar er akkurat úr þeim leik.)

Eldri stelpurnar skipuðu A og B liðin en Guðnýar árgangur skipaði C liðið, reyndar "skrópaði" ein í ferðina vegna flughræðslu (á meðan hinar voru allar "í skýjunum" yfir því að sleppa svona einu sinni við Herjólf) og það varð til þess að þær náðu ekki í fullt lið, vantaði einn leikmann til að fylla upp í liðið.

Keppnin hófst svo snemma á laugardagsmorguninn, þar sem Guðný náði að detta á hendina og beygla litla fingur eitthvað. Skvísan harkaði það náttúrulega af sér, enda gerð úr alvöru efni (borgar sig að leggja vel og vandlega í í byrjun) og alin þannig upp að maður er ekkert að væla heldur klárar það verkefni sem liggur fyrir!

Skemmst er frá því að segja að þær unnu alla sína leiki og ég minni á að þær voru ekki með fullmannað lið, spiluðu án línumanns. Sigrarnir voru ekki tæpir (minnir að Guðný hafi talað um að minnsti sigurinn hafi verið 7 - 2) og fengu þær bikar og verðlaunapeninga um hálsinn í viðurkenningarskyni!

Við foreldrarnir, ákváðum nú, af fenginni reynslu, að láta kíkja á fingurinn á stelpunni þegar hún kom heim... þar sem hann var orðinn vel bólginn og blár. Hún lét okkur nú vita að það hafi verið pínu vont að grípa boltann en hún náði nú samt að skora og spila alla leikina.... eða eins og hún sagði: "Ekki gátum við spilað tveimur færri!"

Alla vega... Einar kíkti á skvísuna þegar heim var komið, lét taka myndir og jú... daman er fingurbrotinn!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún Guðný er sko sannkallað hörkutól sem er ekki að væla yfir hlutunum. Ótrúlegt að hún hafi getað spilað alla leikin með brotinn putta.

Skilaðu kveðju til hennar frá mér og gangi þér vel Sigþóra mín á síðustu metrunum, hugsa til ykkar :)

 Kveðja úr Kópavoginum

Anna Fríða

Anna Fríða (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:11

2 identicon

nauts!!!!!!!  Var hún fingurbrotin....???    Djös harka er í krakkanum....

En til hamingju með flottan árangur hjá stelpunni og liðinu hennar.  Knús á ykkur öll.......

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Jebbs, fingurbrotinn með spelku á hægri hendinni... Þannig að mamman þarf að skrifa upp allt heimanámið! Henni leiðist það nú ekki!!!

Henni finnst samt glatað að mega ekkert fara á æfingar, í leikfimi eða sund næstu tvær vikur! Spurning um að hleypa henni á frjálsar til að hlaupa eingöngu! Bara til að losa um orkuna sem annars hleðst bara upp!!! Veit ekki hvar það gæti endað!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 29.10.2007 kl. 23:43

4 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þetta er náttúrlega bara alvöru kona ! Ekkert að væla yfir smáatriðunum heldur bara gerir hlutina af alvöru og ekkert múður með það, aldeilis frábær

En ég tek undir með Önnu Fríðu, gangi þér vel svona á síðustu metrunum og svo sér maður kannski myndir af bumbubúanum hér á síðunni þegar hann er kominn í heiminn

Smári Jökull Jónsson, 30.10.2007 kl. 23:48

5 identicon

Hva, þetta er rétti keppnisandinn. Auðvitað gat hún nú ekki látið þær spila tveimur færri  Hún er náttúrulega bara algjör snillingur hún Guðný. Og þó að maður sé puttabrotinn þá þarf maður nú kanski ekki að leggjast í helgan stein, maður klárar það verkefni sem maður er búinn að taka að sér alla vega hún,hahaha.En eins og ég sagði við þig í gær Sigþóra mín þá minnir svo ótrúlega margt í fari hennar mig á þig, þó svo að þegar að maður horfir á hana þá er eins og Geir hafi lent í þurrkara, hahahaha. Love you

Anna Lilja (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 00:06

6 identicon

Hey!!!

Er ekkert að gerast?????     útz útz......  spennan magnast...... Hugsa til þín all the time.........

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband