Heybabilúba!

Heyriði... það er bara ekkert að gerast!

Stefnir allt í einn mesta þrjóskupúka fjölskyldunnar (veit ekki hvort fjölskyldan megi við einum þrjóskupúkanum enn?)! Búið að þurfa að hafa ansi fyrir þessu kríli!

Krakkarassgatið byrjaði nú á að neita að snúa sér og endaði það á því að tvær fílhraustar konur tókust á við barnið í gegnum bumbuna... nú neitar krakkarassgatið að skorða sig almennilega!!! Lætur mig sko alveg finna fyrir því að því líður best þegar ég ligg á hægri hliðinni og ef meðgangan verður mikið lengri verð ég komin með legusár á hægri síðuna!!!

Krakkarnir (þessi eldri) eru nú að verða óþolinmóð, þó sérstaklega Guðný, þar sem hún hefur getað verið óvenjumikið heima hjá sér í 2 vikna íþróttapásunni sinni.

Allt er klárt á heimilinu og meira að segja mætti mamma til mín í gær í kaffi og skúraði húsið í leiðinni!!! Bara yndislegt sko!

Nú er bara að sjá hvort verkirnir sem hefjast á hverju kvöldi hætti ekki við að hætta eins og undanfarna 10 daga!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist það elskan að þú hefur 2 daga annars verður þú að bíða þangað til á mánudaginn þegar við verðum komin heim úr borginni. hahaha. Og ekkert svona að ég hafi nú ekki beðið eftir þér, þú bara baðst mig ekkert um það. Nei nei vonandi fer þetta bara að koma og já við spordrekarnir erum svolítið þrjóskir þannig að þetta verður bara gaman að fylgjast með litla krúttinu. Þúsund kossar og knús af illó.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:51

2 identicon

Hæ Sigþóra, ég kíki alltaf reglulega við.. vonandi fer krílið að láta sjá sig og gangi þér súúúpervel við að koma þrjóskupúkanum í heiminn :)

 kveðja Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 14:28

3 identicon

Þú verður núna að láta Geir nudda samdráttarpunktana sem liggja á utanverðum fætinum. Nánar tiltekið rétt fyrir neðan kúluna og í átt að hælnum.. Það fer ekki framhjá þér þegar hann hittir á réttan stað.... Og trust me, þetta virkar miklu betur en allar aðrar aðferðir sem mælt er með ;)

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Anna Lilja... ég er ekki að fara að halda í mér sko!!!

Sif... takk fyrir stuðninginn! 

Jórunn... við (Geir) finnum ekkert þessa punkta! Verðum greinilega að leita betur!!! Annars heldur hann að þú sért að gera grín af frændanum!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 23:29

5 identicon

whahahha

Ég er ekkert að rugla með þetta.. Ég verð bara að mæta á svæðið og kenna ykkur.. annars kemur krílið alveg örugglega, það er víst venjan heheheh

Jórunn Einars (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:59

6 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Guðmundur sagði nú niður í Féló í dag, þegar hann var spurður hvort ekkert væri að gerast, að hann héldi að barnið væri hætt við!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.11.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband