Sjúkrahúsdagur!

Skrýtið hvernig sumir dagar verða til!

Guðný mín er enn í spelku og á að fara til doksa í dag til að kanna hvernig beinið hefur gróið á þessum tveimur vikum. Hún er nánast á taugum yfir því að læknirinn ákveði að hún skuli vera lengur með "þetta drasl" á hendinni. Þetta drasl hefur verið valdur af því að hún hefur ekki mátt fara á handbolta-, fótbolta- eða frjálsíþróttaæfingar, hún hefur ekki mátt fara í leikfimi og ekki í sund, hún hefur farið töluvert sjaldnar í sturtu eða bað á þessum tveimur vikum en vanalega og henni finnst þetta bara ekkert sniðugt. Það er erfitt að skrifa, skera og skeina!!! Já, er nema von að barnið sé með krosslagða fingur og treysti því að allt sé eins og það best getur orðið á tveimur vikum!

Klukkutíma seinna fer ég svo í skoðun hjá ljósu... veit ekki hvernig það endar! Er ég orðin "hagstæð"? Ætlar hún að bústa mér af stað? Eða bíðum við eftir því að þessir verkir verði alvöru??? Verð að segja að ég er bara orðin drullu óþolinmóð en það er kannski bara af því að ég náði heilum tveimur tímum í svefn í nótt. Frá 2 til 4. Gafst svo upp á að reyna að kreista augun og sussa á krakkarassgatið sem hreyfði sig ekkert smá, kveikti ljósið og fór að lesa þar til vekjaraklukkan hringdi um 7. Núna náttúrulega svíður mig bara í augun enda farið að halla í næsta tveggja tíma lúr... sem ég get þá tekið eftir hádegi... ef ekkert verður gert hjá ljósu!!!

Það er vandlifað!!! LoL 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

New info... fer til ljósunnar kl. 17 í dag... tilraun 2 til hreyfingar!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Keep us posted !

Smári Jökull Jónsson, 12.11.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Er ekki alltaf verið að tala um skapgerð sporðdrekans! Er þetta ekki bara lýsandi lýsing!?

Þegar barn í sporðdrekamerkinu lítur dagsins ljós beinast öll augu að því. Og barnið heldur þeirri athygli í langan tíma því það þarf mikla athygli. Foreldrar mega búast við því að heyja valdabaráttu við litla sporðdrekann því hann ætlast oftar en ekki til þess að pabbi og mamma séu boðin og búin þegar hann þarfnast einhvers (ekki 5 mínútum síðar). Þetta er kraftmikið barn og foreldrar þurfa að vera á verði því þau eru snillingar í að fá fólk til að snúast í kringum sig og nota til þess alls kyns kænskubrögð. Það borgar sig ekki að skipa honum fyrir eða ætla að ráðskast með hann.  Hann getur lokað á umhverfið, dregið sig inn í skel og orðið stífur og jafnvel árásargjarn.

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 16:02

4 identicon

Þetta er nú meiri stríðnispúkinn.. gangi þér rosalega vel Sigþóra og vonandi fer grallarinn að láta sjá sig :)

kv.Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:15

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Jæja, komin heim af sjúkró... reynt að hreyfa við en ekkert gekk!!! Engir verkir á meðan ég var í mónitor... en núna... allt á fullu!!! Stefnir sem sé í stríðnispúka aldarinnar!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 12.11.2007 kl. 18:04

6 identicon

Sæl Sigþóra

Var bara að kíkja hingað til að athuga hvort krilið væri ekki að kíkja... kíki aftur næstu daga;) Gangi þér vel í fæðingunni og öllu sem er framundan*** Knús***

Fríða Hrönn (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:31

7 identicon

Hæ, frænka.

Hjúkk ég komst í gegnum ruslpóstvörnina  Við hér uppi á landi fylgjumst spennt með baráttunni, we are pulling for you   Vonandi fer nú eitthvað að gerast, ég kem reglulega inn og kíki.  Þetta er stuðbolti greinilega og stríðnispúki mikill.

Bið að heilsa.

Siggi stóri frændi

Siggi Þór. (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:34

8 identicon

Rakst inn á þessa síðu og auðvitað kvitta ég fyrir komuna..... 

Gangi þér / ykkur vel.

Kveðja Maja

María Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband