Tíundi dagurinn!
29.11.2007 | 14:00
Mikið hefur maður lítið að segja þegar maður er bara heima alla daga og gerir ekkert annað en að gefa að drekka, skipta á bleium og annað því tengt!
Jóna systir er voða glöð að fá litlu skvísuna lánaða. Bjarni Ólafur er ekki alveg að skilja af hverju hann má ekki eignast lítið systkin! Jóna er nú samt frekar komin í ömmugírinn... enda kallar Katrín Sara hana ömmu Siggu!
Skvísan er komin vel yfir fæðingarþyngdina sína, sem er bara flott... Maður veit þá að hún fær nóg!
Geir er heima þessa dagana, puttabrotinn og sætur! Það er nú voða gott að hafa hann heima svona fyrstu dagana!
Athugasemdir
Innilega til hamingju með hana. Bara yndislegust knús knús ; )
Hlakka til að hitta þig ; ) Knús og kram
Þórey (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:51
Innilegar hamingjuóskir með viðbótina kæra fjölskylda
Guðrún Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.