Hann á afmæli í dag!

AfmælisstrákurinnPabbi kallinn á afmæli í dag, sextugur! Ekki hægt að sjá það á kellinum enda fer mamma svo agalega vel með hann... samt spurning um hvort fer betur með hitt!!! Í tilefni dagsins ætlum við systkinin að bjóða þeim í mat til mín!

Afmælið var agalega smart, tæpir 200 gestir sáu sér fært að mæta og heiðra afmælisbarnið með návist sinni! Drífa ljósmóðir passaði fyrir okkur litlu prinsessuna, sem reyndar tók upp á því að vaka út í eitt þar til mamma gamla kom heim og þá var líka sofið út í eitt!!! Maður veit hvað maður vill þó maður sé ekki gamall! Enda hafði Drífa stungið hana um morguninn og maður er nú ekkert að gleyma því allt of snemma!!!

PB265950Litla skvís varð svo vikugömul í gær... orðin ógó stór! Í tilefni af þeim merkisáfanga er hér með komin ný mynd af skvísulís eða kannski tvær!!!Brosviprur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhhhh hún er svooooo sæt :D Sigþóra mín, ef þú ert í einhverjum vandræðum með nafnið. þá má hún alveg heita Þórdís Helga... já það er flott :D

heyrumst bráðum

Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:37

2 identicon

Bíddu, hvaða frekja er þetta í Dísu?

Veit hún ekki að þetta er sporðdrekaprinsessan mín hahahahaha. Treysti ykkur sko alveg fullkomlega að velja fallegt nafn á þessa yndislegu prinsessu. Hún er náttúrulega bara flottust í heimi, ekki skrýtið að tárin hafi læðst fram í kvarmana þegar maður sá hana. Bara draumur í dós. Farið vel með ykkur elskurnar, kíki á ykkur um leið og ég hressist. 1000 kossar og knús af illó

Anna Lilja (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:30

3 identicon

Anna Lilja mín.... heldurðu kannski að þú sért eini sporðdrekinn á svæðinu eða???? :D:D

Dísa "frekjudós" :D (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:56

4 identicon

hvað er verið að þvarga þarna að ofan !! er þetta ekki bara vitað mál Ingveldur er málið og það vita það nú allir sema hafa einhvað senns í haustnum,, hahah þú er bara æði krúttrassinn minn   loveyous

Inga Flænka Magg (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:22

5 identicon

Hæ nágrannar.

Til hamingju með prinsessuna ykkar. Sé að hún dafnar vel, enda er hún í frábæru hverfi.

vonast til að fá að sjá krílið um jólin þegar maður kemur á fagra staðinn. Hafið það rosalega gott=)

Kolla nágranni (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:34

6 identicon

Hún er bara sæt og enn betra að hún sé svona vær og góð víst hún á svona gamla foreldra- ha ha ha :) Skilaðu góðri kveðju til allra í fjölskyldunni. Og til lukku með þann gamla** 

Gangi ykkur vel að finna nafn;)

Fríða Hrönn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband