Komin á fætur!!!
13.10.2006 | 10:46
Nú er ég komin á fætur, á að hreyfa mig og ég er ekki í neinu úthaldi!!! Fer ekki vel með úthaldið að liggja í 10 daga!!! Hugsa að ég verði bara með fráhvarfseinkenni... farin að garga á rúmið í kvöld!!!
Er komin á lyf sem eiga eftir að láta mér líða illa áður en mér fer að líða betur!!! Og svo er það bara doksi aftur á mánudaginn!!!
Eníhús!!! Ég er búin að horfa á Friends þessa tíu daga... komin á níundu seríu. Geri aðrir betur... Búin að lesa lítið... ein heil bók og tvær hálfar!!! Reyndar er ein af þessum bókum svona sem ég gríp í svona öðru hvoru... ég er búin að sauma smá út, ekki mikið!!!
Núna langar mig svakalega að baka handa börnunum... vera með heita köku handa þeim þegar þau koma úr skólanum, af því að þau eru búin að vera svo yndisleg við mig þessa tíu daga!
Nú hefst undirbúningur fyrir brúðkaup og að vinna upp alla vinnuna sem hefur safnast upp... reyndar kom í ljós að ég hef yndislegt starfsfólk sem er búið að keyra starfið eins og ekkert hafi í skorist!!!
Until next tæm!!! Farið vel með ykkur!!!
Athugasemdir
gott að þú sért farinn á stjá elskan skammast mín að hafa ekki komið oftar,, en þú mindir skilja það ef þú kæmir heim en allavegna hugsaði mikið til þin ástinn..
kossar og knús frá lillu frænku..
ingamagg (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.