Brúðarkjólaleiga og mini-gæsun!

Ég og fjölskyldan fórum í borgina yfir helgina, átti víst eftir að gera ýmislegt fyrir þar næstu helgi (vá hvað tíminn líður). Klára að kaupa skraut, finna föt á mig, Geir og Guðmund Tómas, finna skart og blablabla og það sem því fylgir. Það sem ég reiknaði með að myndi taka alla helgina tók rétt tæpa tvo tíma!!! Geri aðrir betur! 

Ég fór til Önnu Kristínar frænku og hún hjálpaði eins og hún gat með því að rétta mér kjóla á færibandi og svo voru Ragna Jenný og Sunna ósparar á þeirra skoðanir!  Endaði á að taka fyrsta kjólinn sem ég mátaði á leigu!

Fór með Rögnu Jenný á kaffihús þar sem hún læt mig fá þvílíkt í magann... ég skrapp á klóið og þegar ég kom aftur fram var Ragna staðin upp og spurði hvort við ættum ekki að fara að haska okkur... Jújú ekkert því til fyrirstöðu. Svo þegar við erum komnar út þá segi ég... ji ég borgaði ekki og Ragna sagði HLAUPUM!!! Ég fraus alveg... Nei... Þá sprakk hún og sagðist vera búin að borga... Hehehe og ég með þvílíkan hnút í maganum yfir öllu saman. Hhehehe.

Um kvöldið buðu Beta og Ragna mér svo út að borða... í minigæsun. Þær gáfu mér Bubba... en ég á hann!!! hehehe Við borðuðum á Austur India fjelaginu og það var geggjað... fengum okkur Cosmopolitan í fordrykk, Mojito í eftirrétt og þvældumst um miðbæinn í hláturskasti...

Við skvísurnar að skála á Austur Indía!!!

Hringdum svo í Geir og báðum hann um að sækja okkur... hvort hann væri ekki geim í það... Jújú, hvert átti að sækja okkur!? Hann fékk þá svarið... EKKI STRAX... hringi attur á ettir. Vinsælar, hehehe.

Hringdum svo aftur þegar við vorum til í að fara heim... og Geir skutlaði Betu og Rögnu heim... nánast út í Straumsvík sagði Geir.

Við fórum svo í bíó með Dagný og Jón Inga, tókum Mýrina.  Hún greip mig alveg með sér... mér fannst ég nýsest þegar hléið kom... mér finnst stundum agalegt að hafa hlé... í þessu tilfelli var verið að byggja myndina upp og þá er bara ýtt á pásu... PISSUHLÉ!!!

Eftir hlé leið eins og fimm mínútur... og ég er held ég bara sammála þeim sem sagði að ef einhvern tímann hefur verið séns á að íslensk mynd fái Óskarinn þá er það núna!!! Ég var nefnilega bara skíthrædd um hvað mér myndi finnast... um leikaranna og annað en já sá ekki eftir 4000 kallinum sem bíóferðin kostaði!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir var nú bara ÓTRÚLEGUR að nenna að sækja okkur og hvað þá að keyra okkur RJF nánast til Keflavíkur ;) *smooch*

Gaman að heyra hvað Mýrin er góð... ætla á hana á miðvikudaginn!

Elísabet (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 17:27

2 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

Já ég segi það sama og Elísabet... Geir vera góður maður...:) Ohhh mig langar svo að sjá Mýrina...

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 24.10.2006 kl. 21:08

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Stelpur... af hverju haldiði að ég sé að giftast honum...? Náttúrulega af því að hann er svo góður... við mig og aðra!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 25.10.2006 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband