Jaðrar við þunglyndi!
2.4.2008 | 15:22
Búin að fá mig fullsadda af veðrinu á bænum!
Nú er rok og rigning. Ekki eins og maður fari mikið í hressingargöngu þegar veðrið er svoleiðis. Fór samt um daginn í svipuðu veðri og varð að labba við hliðina á vagninum til að hann fyki ekki á hliðina!
Grautfúl... og ætla þess vegna ekki að ergja ykkur meira í dag!
Athugasemdir
Var sjálf að koma úr hressi göngu í rokinu hér í Rvk, engin rigning ennþá þar sem ég bý, labbaði á móti rokinu hálfa leiðina og því líkt work out, þú ert hörku dugleg að láta ekki veðrið aftra þér, á sannarlega hrós skilið
kv.
Linda, 2.4.2008 kl. 15:51
Sólin kemur aftur upp klikkar aldrei á því þessi elska - vera bara inni í kósý fíling !!!!!!
Sigríður Guðnadóttir, 2.4.2008 kl. 16:58
Þú verður bara að gera æfingar með kallinum í kvöld í staðinn og vona að veðrið verði betra á morgun.
Sölvi Breiðfjörð , 2.4.2008 kl. 18:15
hehehe,, ég er að horfa á sápur í dag og nenni ekki neinu...
inga magg (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:24
æææi af hverju léstu mig ekki vita fyrr, ég hefði að sjálfsögðu sent þér sól og sumar frá Espanía..... Og mundu Sigþóra mín að þær eru margar stundirnar í lífinu sem hægt er að hlakka til; mínar uppáhaldsstundir eru þessar ljúfu og innilegu.... og þær er ekki síður innilegar í rigningunni og rokinu....
Það á líka að halda uppá það þegar börnin (og maður sjálfur) dettur út af á kvöldin og vankar endurnærður að morgni ...
Góðar helgarkveðjur *
G Antonia, 4.4.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.