Hvað er að frétta???
15.4.2008 | 16:52
Jú sælar!
Langt síðan ég setti eitthvað inn, maður lifandi! Við höfum verið agalega bissí... við að gera ekki neitt! Skellum okkur í göngu, í kirkju og that's about it!
Nennum varla að vera til svei mér þá!!!
Nema hvað... við skelltum okkur í afmæli til hans Gogga um daginn og stelumst til að birta myndir frá Helgu Gogga af systkinunum.
Brjálað er að gera um þessar mundir í árgangsmálum, skipulag árgangsmótsins og síðan okkar. Ég er pínu í því... af því að ég hef ekkert að gera!
Pæjumótsnefndin fundar líka í vikunni... en ég var held ég búin að segja mig úr henni! En ég er samt boðuð og þá náttúrulega verð ég að mæta, er það ekki???
Svo fer knattspyrnusumarið að fara í gang! Það þýðir að leikskráin er að fara úr húsi... og þarf náttúrulega að safna auglýsingum í hana. Vantar þig ekki auglýsingu á góðu verði???
Ég er svo byrjuð í ræktinni... ekkert smá ógó dugleg!!! Hlakkar nú ekkert svakalega til í fyrramálið þar sem fram mun fara fitumæling og viktun! En við notum þessar upplýsingar til að ná árangri!!! Er það ekki bara???
Athugasemdir
Mér þykir þú dugleg miðað við að þú ert ekki að gera neitt Gangi þér vel í ræktinni mín kæra - er sjálf í þvílíku prógrammi því ekki getur maður verið með undirhökuna niður á læri þegar maður syngur í höllinni 16 maí, svo við tölum ekki um ættarmótið fræga í Júní frændfólkið verður að sjá mann eins og maður er flottastur hehehehehheehheh erthaggi ?
Sigríður Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 17:21
Sigþóra mín
Það er nú ekki þinn stíll að láta sér leiðast. Gangi þér vel í öllu þessu sem þú hefur tekið þér fyrir hendur.
Knús
Dóra Björk (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:16
Þú ert nú algjör dugnaðarforkur stelpa
Alltaf nóg að gera hjá þér samt tekur þú þátt í öllu og ert alltaf fyrst að mæta á fundi og þangað sem eitthvað er að gerast. Finnst þú líka ekkert smá dugleg að skella þér í ræktina. Ógó dugleg eins og þú segir.
Ég segi bara gangi þér vel í þessu öllu saman, er virkilega stolt af því að vera vinkona þín dúllan mín.
Love you . Þín bestasta besta Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:28
Takk takk píur! Þið eruð nú líka ágætar ! EN hvar lærir maður að taka almennilega á móti hrósum???
Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 21:57
Hros.is hahahahaha
Anna Lilja (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:36
Gangi þér vel í ræktinni Sigþóra, og öllu hinu...
G Antonia, 16.4.2008 kl. 00:29
Ef þetta allt er að "gera ekki neitt" þarf ég á endurmenntun að halda og það strax.
Gangi þér vel í þessu öllu saman
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:34
..tek undir með Hjördísi... og læt eina broskellingu hér inn það á svo vel við hjá hinni brosmildu glöðu fjölskyldu sem sést á þessarri síðu.... bestu kveðjur
Guðný Bjarna, 16.4.2008 kl. 20:37
ekki læra það Sigþóra
hrós er til þess gert að láta fólk roðna ad vel-vanlíðan
Kristleifur Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 21:49
Pæjumótsnefnd segir þú ? Er ég enn í henni eða....?
Smári Jökull Jónsson, 17.4.2008 kl. 22:12
Þú ert bara snilli elsku Sissó mín. Alltaf ertu með puttana í öllu þu ert magnað kjarnakvendi. Kveðja frá Denmark
Inga Raggg (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:31
Mátti til með aðeins að heilsa upp á þig. Kær kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 05:24
Ohh hvað hún Signý er sæt með kisuhúfuna...... :)
Ragna Jenný (Olgu-vinkona) (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:40
Hæhæ fallega fólk! Helga hérna megin. Vildi kvitta fyrir mig og láta vita af mér.
Hér gengur allt vel að venju. Er byrjuð aftur í kvöldskólanum í kínversku og þetta lítur út fyrir að eiga eftir að vera erfitt. Er alltaf að rugla hinum og þessum orðum saman og setningauppbyggining er í rusli. Hehe..allt gott tekur tíma..
Egill er búinn að vera veikur með flensu í rúma viku. Hjúkra honum greinilega ekki nægilega vel??!! Vinnandi konan bara og í skóla..enginn tími fyrir hann greyið.
Bið innilega vel að heilsa heim :)
knús,
Helga
Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.