Óvissuferðin ógurlega!
21.5.2008 | 13:02
Innihaldslausasta blogg lífs míns (hér fyrir neðan) rataði á síður blaðanna! Hvað blogguðu hinir þá eiginlega um???
Jæja.... nóg af því!
Átti yndislega helgi með mömmu og pabba, systkinum mínum og mökum... og Signý fékk að fljóta með, bara út af löfunum!
Við hittumst öll í Turninum í Kópavogi, á 19. hæð og borðuðum saman hjá Bogga og Sigga. Það var gorgeous... forréttahlaðborð, aðalréttahlaðborð og eftirréttir!!! Mæli með þessu sko!
Mamma og pabbi voru á 101 hóteli og við kíktum þangað fyrir tónleikana sem voru góðir en... ég hefði vilja fá meira af Jet Black Joe, en það er bara ég! Ég fékk gæsahúð i upphafinu þegar Arndís og co tóku lagið... og vá hjá Siggu... Freedom... Sigga, þú hefur engu gleymt!!! Bara betri ef eitthvað er!
Við kvöddum svo gömlu hjónin fyrir utan Höllina (mömmu fannst við nú frekar slöpp en kunni ekki við að segja neitt, komin á sextugsaldurinn), þau haldandi það að við værum öll á leið til Eyja daginn eftir... en neinei. Vorum mætt í morgunmat á 14 manna bíl, stálum þeim með okkur út úr borginni. Fórum á Hótel Rangá!!! Erum við að ræða það eitthvað! Þvílíka hótelið! Hef aldrei séð annað eins!!! SKora á ykkur að skoða herbergin þarna... og forsetasvítan sló sko í gegn, nuddið sem gömlu hjónin fengu, maturinn (allir 4 réttirnir) og bara allt!!!!
Já, það er gott að eiga góða að!!!
Athugasemdir
Elsku dúlla - ég kom fram og ætlaði aldeilis að ná í skottið á ykkur öllum en því miður voruð þið horfin á braut ferlega svekkjandi - ég hitti Magga og Erlu og ferlega svekkt að fá ekki að knúsa ykkur !!!
takk fyrir falleg orð - og já ég er alveg sammála að hún er með ferlega flotta rödd hún Arndís ! algjörlega heilluð af henni
ég knúsa ykkur bara rosalega mikið þegar ég hitti ykkur í júní - fer nú alveg að koma að þessu.
knús og kossar
Sigríður Guðnadóttir, 21.5.2008 kl. 18:07
Algjörlega sammála þér Sigþóra hún Sigga er geggjuð þetta er nýja goðið mitt í tónlistinni, hún tók stallinn hjá henni Evu Cassidy minni .Nú er það bara Sigríður Guðna :) Og takk Sigga fyrir fallegu orðin þarna að ofan .
Þið vorðuð ekkert smá góð við mömmu ykkar og pabba.Þau hljóta að vera í skýunum eftir þessa helgi.
Góða skemmtun úti og hlakka ekkert smá til þegar þú kemur í vinnunna 1.Júlí .
Kveðja Arndís Ósk
Félagsmiðstöðin Vestmannaeyjum, 27.5.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.