35 ára goslokaafmælishátíð!

Signý að puðraFyrstu vinnuvikunni að ljúka! Ferlega skrítið að vera farin að vinna aftur, frá litlu Signý minni, draumadós.

Vinnuskólinn er búinn að vera að raka vikri og keyra hjólbörum og moka vikri (eða kvikri eins og Arndís sagði) undanfarið í Pompei Norðursins. Gaman að sjá túristana koma og hella spurningaflóðinu yfir unglinganna sem eru ekki alveg að skilja áhuga útlendinga á þessum sandi!!!

Bærinn er að fyllast af "gervi-Vestmannaeyingum" eins og einn sagði! Hann skilgreindi það þannig að þetta væri fólk sem kæmi aldrei nema mikið stæði til og tittlaði sig alltaf Vestmannaeying á tillidögum!

Mér finnst bara gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn, fara í Krónuna og spjalla við fólk sem maður hefur ekki hitt í áraraðir, sem spókar sig með nýja barnið sitt (sem er kannski bara orðið 4 ára)!

Stelpurnar í boltanum gerðu núll núll jafntefli og þær ætla að koma eftir leikinn í kvöld og við í ráðinu ætlum að grilla ofan í þær og spjalla og hlusta á músík, verðum um 30. K

annski hittumst við í Skvísusundinu um helgina!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ fallega fjölskylda. Helga hérna megin hnattar..

 Sæt myndin af henni Signýju :) Ég sé að það er nóg um að vera hjá ykkur - og þú bara farin að vinna aftur. Það er naumast sem tíminn líður.

 Vildi bara láta vita af mér og að ég er búin að bæta við nýrri færslu við bloggið mitt plús nýjar myndir. Giska á að mamma sé temmilega óþolinmóð..hún þarf alltaf að fá sunnudagsfærsluna sína..

 Knús frá Kína,
Helga og Egill

Helga Björk (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Ég var líka að moka "kvikri" í vinnuskólanum fyrir 34 árum frábært fjör vorum að hreinsa í kringum Hólshús bakvið Vilberg (Kaupfélagið) allt handmokað núna er gæsluvöllurinn þar  tókum litin þátt í goslokunum núna nema gegnum börnin erum "gömulfólk" eins og Ísak Elí segir bara nenntum ekki í Skvísusundið þegar fyrsta fullorðna fólkið kom heim þó við værum hálfvakandi þvíliku letibykkjurnar

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:00

3 identicon

Halló fallega fjölskylda..

Vildi að ég hefði getað komist á goslokin og eitthvað meira í sumar! Þetta er nú búið að vera alltof fljótt að líða takk fyrir..

Hlakka til að sjá ykkur,
vildi bara kasta kveðju og bið að heilsa öllum.

Sakna ykkar mikið mikið!!
kv.  Þura Stína Kristleifs

Þura Stína (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:44

4 identicon

Sælar!!

 er eitthvað verið að velta sunnudagskvöldinu á þjóðhátíðini fyrir sér?? hverju á að klæðast eða ekki :=)

inga pinga (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband