STYTTIST

Mamma og pabbi á ættarmóti í sumarTakk fyrir allar kveðjurnar og athugasemdirnar.

Ég hef nú ekki verið sú duglegasta í bransanum þessa daganna!!!

Mamma, til hamingju með afmælið! (Það er viðtal við hana í Þjóðhátíðarblaðinu þetta árið.)

Árgangsundirbúningur er í fullum gangi... og á bara eftir að aukast!!! Eða þannig... ógeðslega gaman samt.

Stelpurnar í fótboltanum standa sig vel og voru að draga sig á vaktir í gærkvöldi... Mismikil gleði yfir vöktunum eins og gefur að skilja!

Eftir að ég fór að vinna hefur lífið og tilveran bara breyst töluvert!!!

Brennan á Fjósakletti á Þjóðhátíð 2008En hvað um það! Nú styttist all svakalega í Þjóðhátíð... og við ÍRIS, INGA og INGA RAGG verðum í einhverri múderingu. Hvað það verður veit nú engin og þá síst við!! Verðum að leggja höfuðið í bleyti fram yfir helgi!

Guðmundur Tómas er að keppa á ReyCup og Geir að spá í að skella sér í borgina og kíkja á hann.

Signý borðar með mestu smjatthljóðum sem hægt er að gera með tveimur vörum! OG ekkki verra að mömmunni finnst þetta alltaf jafnfyndið! (Enda að vinna allan daginn og stundirnar því ekkert allt of margar... sérstaklega þegar skottið tekur upp á því að vera sofandi þegar ég er í hádegismat!)

OG Guðný er að selja brekkustóla ef einhvern vantar fyrir Þjóðhátíðina!!!!!!

SVO er ég búin að vera að missa mig á Facebook! Jóhanna Ýr á heiðurinn af því að maður er fastur í ruglinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, svo er alltaf spurning hvar hún fær öll þessi dress!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 16:21

2 identicon

HAHAHHAHA Biddu nú við á ég að fara í múnderingu?????? Anskotinn sjálfur en það styttist óðum í þjóðarann og guð hvað mig hlakkar til sjæse en já ég tæti niður í eimskip og næ í miðana og skutlast i búð og kaupi mér miða inn þá er ég bara klár

sé þig eftir nokkra daga

Kveðja Inga Ragg

Inga Ragg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:08

3 identicon

hæ!! Þetta með brekkustólana þá veit ég að ÁGÚTA SVEINS er að leita að svoleiðis... Hún kom til eyja í gær. Læt hana vita af Guðnýju ég kem á morgun til eyja. Hlakka til ... bæ INGA

inga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:26

4 identicon

þetta á náttúrulega að vera Ágústa sveins....

inga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband