Hugsanirnar heimskar sem gínur á húsveggjum!
11.9.2008 | 08:03
Hugsanir mínar hafa verið óskipulagðar með eindæmum, rót á huganum og þar af leiðir bloggskortur!
Signý og ég höfum það agalega kósý saman tvær á morgnanna eða þar til ég þarf í vinnu og hún til dagmömmu... Það er reyndar smá munur á dögunum okkar, hún grenjar nánast allan tímann en mig langar að grenja... Sakna þess stundum að vera ekki bara 9 mánaða, alveg að verða 10 og að það sé bara allt í lagi að hágrenja ef maður er ekki sáttur!
Hef verið að velta fyrir mér framtíðinni! Hvað ég geti gert þegar ég verð stór... og hvort ég eigi að þrauka í vinnunni minni þar til fólk með viti kemst til valda, fólk sem skilur nauðsyn þess starfs sem við sem vinnum með unglingu skilum til samfélagsins!
Athugasemdir
Varðandi starfsmannastefnu Vestmannaeyjabæjar ályktaði bæjarráð eftirfarandi:
Vestmannaeyjabær er einn stærsti atvinnurekandinn í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær vill axla þá ábyrgð sem slíkur fylgir og leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk og efla það í störfum sínum. Til að stuðla að aukinni þjónustu við bæjarbúa verður að byggja upp og viðhalda aðlaðandi vinnustöðum, starfsánægju og góðu starfsumhverfi. Það er viðhorf bæjarráðs að það sé ekki síst starfsfólkið, metnaður þess, kraftur og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri bæjarfélagsins.
Athyglisvert !!!!!!!!!!!!!
Hmmmmmm (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 15:52
Já, jæja... Gott að vita að stefnan er til... svo er bara að fá að vita hvenær á að byrja að fara eftir henni!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.