Söngur og gleði jólanna

Guðný og bekkjarfélagarnir að fara um bæinn syngjandi!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag var mér tjáð að dóttir mín hefði geislað af gleði og innlifun þegar hún söng fyrir bæjarbúa í morgun með bekknum sínum.

Hún hafði nú á orði í morgun að Þvörusleikir væri bara pínu nískur í ár... og þau sem fóru svo snemma að sofa!

Ég meina Þvörusleikir vissi ekkert af því að þau systkinin áttu að taka til í herberginu sínu í gær!

Líklegast fannst henni að Liverpoolfáninn sem bróðir hennar hengdi upp á vegg í herberginu hafi haft einhver áhrif, hann hlyti að halda með einhverju öðru liði!!!

Skipulag á afmælisveislu skvísunnar stendur yfir. Hún vill hafa það þannig að allir komi í snjófatnaði með eitthvað til að renna sér á. Pabbi hennar á að keyra alla niður á Stakkó og þar verður brunað í einhvern tíma... Á meðan á mamma hennar að hita súkkulaði og baka köku... helst skreytt piparkökuhús fyllt með nammi!!! Engar kröfur... hugsa að ég nái nú að snúa henni yfir í piparkökur og afmælisköku!

Ég verð víst að fara að gera eitthvað því að veislan á að vera á sunnudaginn og við að fara í matarboð í kvöld og á jólahlaðborð annað kvöld!

Svei mér... Jólin koma á ógnarhraða og ég er ekki einu sinni farin að spá í jólakortunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband