Jólin og kvefpestin!

Þetta eru búin að vera undarleg jól! ég náði mér í einhverja kvefpest sem fór svona agalega í raddböndin á mér.

Jólin byrjuðu hefðbundin með hangiketi, sviðum og salkjöti hjá mömmu og pabba. Þorláksmessuskötuna fengum við hjá Sverri og Laufey á Ásbyrgi. Við héldum svo upp á afmæli barnanna. Aðfangadagur var eins og vanalega... heima hjá okkur. Nautalundin bara geggjuð, þó ég segi sjálf frá.

Jóladagur, dagurinn sem við höfum alltaf eytt hjá ömmu Lillu! Mamma tók daginn upp á sína arma... hittumst snemma og spiluðum og borðuðum. Á annan í jólum fórum við til tengdó í mat þar sem Sandfellsættin er löngu búin að sprengja utan af sér allt húsnæði og því nánast ómögulegt fyrir hvern sem er að halda jólaboðið.

Vinna á 3ja í Jólum og við máluðum nýju herbergi barnanna... merki um að þau séu að verða gömul... vilja fá herbergi á neðri hæðinni.

Í dag skellti ég mér í vinnu... dugði nú frekar skammt, komin með hita, svitnaði við að sitja við skrifborðið...

Ég er enn raddlaus... hún er í jólafrí, þessi elska... heldur greinilega að hún sé kennari og kemur þá líklegast til starfa 3. janúar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband