Færsluflokkur: Bloggar
Same old - same old!
20.9.2008 | 12:18
Ég er komin heim! Ég er komin heim!!!!
Búin að vera á fundi og fyrirlestrum á Steinstöðum, í sambandsleysi við umheiminn! Ekkert þráðlaust net og síminn steindauður!
Signý varð 10 mánaða í gær... og vaknaði kl. 6 í morgun, til í nýjan dag... foreldrum til mikillar gleði!!!
Fyrir ykkur sem spyrjið.... Ég hef svo tekið ákvörðun um að taka að mér starfið í Féló í vetur, ekki fyrir mig eða sveitarfélagið, heldur fyrir unglingana!!! Held samt að ég tolli ekki lengi í þessu vinnuumhverfi!!! Þar sem engin virðing er borin fyrir starfinu okkar af þeim sem ráða!
En aftur að björtu hliðunum í lífinu... ég ætla að nota tímann vel í vetur... þar sem ég verð bara að vinna 3 daga í viku... hef ég mikin tíma með börnunum mínum oooooog kannski maður fari eitthvað að hreyfa sig???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugsanirnar heimskar sem gínur á húsveggjum!
11.9.2008 | 08:03
Hugsanir mínar hafa verið óskipulagðar með eindæmum, rót á huganum og þar af leiðir bloggskortur!
Signý og ég höfum það agalega kósý saman tvær á morgnanna eða þar til ég þarf í vinnu og hún til dagmömmu... Það er reyndar smá munur á dögunum okkar, hún grenjar nánast allan tímann en mig langar að grenja... Sakna þess stundum að vera ekki bara 9 mánaða, alveg að verða 10 og að það sé bara allt í lagi að hágrenja ef maður er ekki sáttur!
Hef verið að velta fyrir mér framtíðinni! Hvað ég geti gert þegar ég verð stór... og hvort ég eigi að þrauka í vinnunni minni þar til fólk með viti kemst til valda, fólk sem skilur nauðsyn þess starfs sem við sem vinnum með unglingu skilum til samfélagsins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Veikindi á sumrin!!!
23.8.2008 | 12:30
Ég er búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld! Hiti, beinverkir, hausverkur, kvef, ógleði og allt sem hægt er að láta sér detta í hug held ég!
Búin að horfa á Ólympíuleikana, 4. seríu af Greys og Ólympíuleikana!!!
Varla haft kraft til að fagna með Íslenska landsliðinu (veit að það á að skrifa íslenska með litlum staf... en mér finnst þeir eiga stórann staf skilin) en legg mig þó alla fram og sef á milli!
Breytingar eru í loftinu í vinnunni og verð ég að viðurkenna að ég er ekki sátt! Læt þetta bíða þar til allt er komið á hreint hjá meirihlutanum!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Búningakeppni að ári!
9.8.2008 | 11:26
"Comeback" búningakeppni á næstu Þjóðhátíð!
Vipparasnússur, Gleðigjafar, Hreinir sveinar, Hildibrandar, GoGoGirls, Fyrirmyndarbílstjórafélagið og allir hinir vinahóparnir sem mættu í búningum á liðnum Þjóðhátíðum mæta aftur, eftir miðnætti á sunnudagskvöldinu!
Lífið eftir Þjóðhátíð er alltaf jafn strangt... en við höfum þetta í sameiningu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jarðarför í dag!
9.8.2008 | 11:16
Það er jarðarför í dag hjá frænku minni, einu ári eldri en pabbi! Systir hennar ömmu minnar, Albína Elísa, kölluð Systa, lést í vikunni fyrir Þjóðhátíð og verður jarðsungin í dag. Ég vil votta nánusta fólkinu hennar samúðar og vona að trúin styrki þau í raunum sínum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loxins, loxins!
30.7.2008 | 23:42
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Spurning...
29.7.2008 | 22:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svona af því að...
29.7.2008 | 09:56
verið er að líkja Signý við Guðný þá fannst mér tilvalið að setja inn aðra gamla!
og svo ein önnur uppáhalds af Hjálmari og Guðrúnu Ágústu! Það eru svo fleiri gamlar myndir í Þjóðhátíðaralbúminu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamlar myndir!
27.7.2008 | 17:06
Geir keypti svakalega græju á ferð sinni um borgina, á útrýmingarsölu hjá BT. Af því tilefni og því að þjóðhátíðin er rétt handan við helgina þá skellti ég inn nokkrum gömlu og uppáhalds!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)