Færsluflokkur: Bloggar

Same old - same old!

Ég er komin heim! Ég er komin heim!!!!

Búin að vera á fundi og fyrirlestrum á Steinstöðum, í sambandsleysi við umheiminn! Ekkert þráðlaust net og síminn steindauður!

Signý varð 10 mánaða í gær... og vaknaði kl. 6 í morgun, til í nýjan dag... foreldrum til mikillar gleði!!!

Fyrir ykkur sem spyrjið.... Ég hef svo tekið ákvörðun um að taka að mér starfið í Féló í vetur, ekki fyrir mig eða sveitarfélagið, heldur fyrir unglingana!!! Held samt að ég tolli ekki lengi í þessu vinnuumhverfi!!! Þar sem engin virðing er borin fyrir starfinu okkar af þeim sem ráða!

En aftur að björtu hliðunum í lífinu... ég ætla að nota tímann vel í vetur... þar sem ég verð bara að vinna 3 daga í viku... hef ég mikin tíma með börnunum mínum oooooog kannski maður fari eitthvað að hreyfa sig??? 


Hugsanirnar heimskar sem gínur á húsveggjum!

Hugsanir mínar hafa verið óskipulagðar með eindæmum, rót á huganum og þar af leiðir bloggskortur!

Signý og ég höfum það agalega kósý saman tvær á morgnanna eða þar til ég þarf í vinnu og hún til dagmömmu... Það er reyndar smá munur á dögunum okkar, hún grenjar nánast allan tímann en mig langar að grenja... Wink Sakna þess stundum að vera ekki bara 9 mánaða, alveg að verða 10 og að það sé bara allt í lagi að hágrenja ef maður er ekki sáttur!

Hef verið að velta fyrir mér framtíðinni! Hvað ég geti gert þegar ég verð stór... og hvort ég eigi að þrauka í vinnunni minni þar til fólk með viti kemst til valda, fólk sem skilur nauðsyn þess starfs sem við sem vinnum með unglingu skilum til samfélagsins!

 


Veikindi á sumrin!!!

Ég er búin að vera veik síðan á þriðjudagskvöld! Hiti, beinverkir, hausverkur, kvef, ógleði og allt sem hægt er að láta sér detta í hug held ég!

Búin að horfa á Ólympíuleikana, 4. seríu af Greys og Ólympíuleikana!!!

Varla haft kraft til að fagna með Íslenska landsliðinu (veit að það á að skrifa íslenska með litlum staf... en mér finnst þeir eiga stórann staf skilin) en legg mig þó alla fram og sef á milli!

Breytingar eru í loftinu í vinnunni og verð ég að viðurkenna að ég er ekki sátt! Læt þetta bíða þar til allt er komið á hreint hjá meirihlutanum!!


Búningakeppni að ári!

Ég og Inga Ragg frænka!"Comeback" búningakeppni á næstu Þjóðhátíð!

Vipparasnússur, Gleðigjafar, Hreinir sveinar, Hildibrandar, GoGoGirls, Fyrirmyndarbílstjórafélagið og allir hinir vinahóparnir sem mættu í búningum á liðnum Þjóðhátíðum mæta aftur, eftir miðnætti á sunnudagskvöldinu!

Lífið eftir Þjóðhátíð er alltaf jafn strangt... en við höfum þetta í sameiningu! 


Jarðarför í dag!

krossÞað er jarðarför í dag hjá frænku minni, einu ári eldri en pabbi! Systir hennar ömmu minnar, Albína Elísa, kölluð Systa, lést í vikunni fyrir Þjóðhátíð og verður jarðsungin í dag. Ég vil votta nánusta fólkinu hennar samúðar og vona að trúin styrki þau í raunum sínum! 


Þjóðhátíðarmyndir!

Hoffman á sviðiKallarnir af HraunbúðumSigný á fyrstu Þjóðhátíðinni!

Loxins, loxins!

Hringdi í Adda í London og fékk myndina... af okkur öllum saman!

06.08.2007 266

Dead sexy... ég veit það!!!


Spurning...

um að rukka eftir einhverju sem er á staðnum, INGA!!!

All svakalegar 

 


Svona af því að...

verið er að líkja Signý við Guðný þá fannst mér tilvalið að setja inn aðra gamla!

thjodhatid_skannad_0002og svo ein önnur uppáhalds af Hjálmari og Guðrúnu Ágústu! Það eru svo fleiri gamlar myndir í Þjóðhátíðaralbúminu.

thjodhatid_skannad_0010


Gamlar myndir!

Geir keypti svakalega græju á ferð sinni um borgina, á útrýmingarsölu hjá BT. Af því tilefni og því að þjóðhátíðin er rétt handan við helgina þá skellti ég inn nokkrum gömlu og uppáhalds!

thjodhatid skannad 0005thjodhatid skannad 0004thjodhatid skannad 0003


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband