Föstudagurinn langi!

Ég og Kristleifur á Vorfagnaði FBF 2005Í dag er föstudagurinn langi! Börnin bæði veik,  Guðmundur Tómas aðra páskanna í röð veikur...

Við Geir erum á leið á árlegan Vorfagnað FBF í kvöld, þemað er glæbonar! Og í tilefni að því var hér fullt hús af karlmönnum í nótt, félögum úr FBF með videóvél á lofti og tilgangurinn var að ræsa Geir!

Geir hélt að húsið væri að springa og ætlaði að rjúka á neðri hæðina til að athuga með börnin! Það er skemmst frá því að segja að líklegast sofnar hann fram á borðið á Vorfagnaðinum þar sem hann náði lítið sem ekkert að sofna aftur... og loksins þegar hann náði að sofna skreið geltandi Guðný uppí!!!

Eitt samtal dettur mér alltaf í hug á föstudeginum langa... á milli móður og sonar. Mömmunni fannst drengurinn vera með fullmikil læti og spurði hann hvort hann vissi ekki hvaða dagur væri. Jú, hann vissi nú að þetta væri langi föstudagurinn. Mamman ákvað að segja honum frá krossfestingunni og Jesú. Þá gall í drengnum: "Iss, mamma. Þetta reddaðist. Hann slapp!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband