Allt of mikið að gerast hjá manni!
7.8.2007 | 14:53
Blessuð og takk fyrir þolinmæðina!
Marmaris var æði. Afslöppun, sól og kósýheit í tvær vikur í góðra vina hópi.
Við gerðum það sem okkur datt í hug, borðuðum góðan mat (borðuðum steikur í nánast öll mál), skelltum okkur á ströndina og skoðuðum í búðir!!!
Aðalmálið var að prútta nógu andskoti mikið... oft gerði maður nú ekkert allt of góðan díl en það var aðallega í byrjun ferðarinnar... svona þegar maður var að átta sig á verðlaginu.
Þjóðhátíðin var náttúrulega bara geggjuð. Æðislegt veður, róleg gæsluvakt í sjúkraskýlinu og skemmtilegt fólk. Sunnudagskvöldið var auðvitað kapitúli út af fyrir sig... eins og undanfarnar Þjóðhátíðar.
Systursonur minn sagði þegar ég sat við hliðina á honum: "hvaða ógeðslega kona er í tjaldinu okkar?" og átti þá við mig! Lái honum hver sem vill!!!
Svo eru fleiri myndir í bæði "Ég og fjölskyldan" úr Marmarisferðinni og "Við vinkonurnar" af Þjóðhátíðinni!
Búin að setja inn fleiri myndir á heimaklettsmyndasíðuna mína!
Knús og kossar!!!
Athugasemdir
krææææææst....Ég fékk hláturskast þegar ég sá myndirnar af ykkur elskurnar mínar..... Hrikalega hafið þið verið skemmtilegar... Ohhh vildi að ég hefði verið með ykkur...... Þið eruð ekkert annað en hreinræktaðir snillingar......
Ragna Jenný Friðriksdóttir, 7.8.2007 kl. 17:06
Gleymdi að taka fram að ég á ekki mynd af öllum hópnum. Vantar eina... Ef einhver á mynd af okkur 5 saman er eintak af henni vel þegið!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 17:09
Og Ragna... Já okkur fannst við alla vega æðislega skemmtilegar!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 17:09
hahahaha Við vorum 5 sem klæddum okkur upp í tilefni dagsins, ég, Anna Lilja, Íris, Inga og Dóra Björk. Guðný spurði mig áðan hver ég væri á myndinni!!! Hhahaha þekkti ekki sína eigin móðir!
En í sambandi við Árna J. þá eru 30 ár greinilega maximumið! Alla vega er ekki sniðugt að hafa kallinn á eftir BUBBA!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 23:02
hahaha ertu að kidda mig hvað þið eruð flottar vinkonurnar á þessum myndum ,þið eruð mestu snillar sem að ég veit um , svona á sko sunnudagurinn að vera hjá fólki. Þið eruð fyrirmyndir mína á þjóðhátíð og kannski stundum í þessu daglega lífi ;) En verð samt að segja að ég er feginn að hafa ekki hitt Önnu Lilju þessa Þjóðhátíð því að ég var alveg skíthrædd við gömlu konuna sem labbaði upp að mér síðustu þjóðhátíð með þessar líka ljótu eða fallega ljótu tennur ;)
Arndís Ósk Atladóttir (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 23:31
Hehehehe, já ef að Arndísi leist svona illa á mig í fyrra er kanski eins gott að hún hafi ekkert rekist á mig í ár. Við vorum all skuggalegar. En já er alveg sammála því að svona eiga sunnudagarnir á þjóðhátíð að vera, þetta er voða gaman að gleyma því í smá tíma að maður sé ábyrgur foreldri og aðeins að sletta úr klaufunum. Þetta var bara algjör snilld og ekki skemmir fyrir að enginn þekki mann.
Anna Lilja (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.