Hangi bara heima allan daginn!

Jæja já, þið segið það!!!

Hér er ekkert að gerast, les, sauma út, glápi á tv og vafra um netið allan liðlangann daginn. Fæ verki í skorpum en krakkarassgatið hættir bara við. Hefur það greinilega allt of kósý þarna inni!

Haldiði að kallinn hafi ekki boðið mér út að borða á rómantíska veitingastaðinn við sjávarsíðuna í hádeginu! (Er náttúrulega að tala um Skýlið fyrir ykkur fattlausu... fyrir ykkur sem þekkið ekki til þá er það N1 búðin á bryggjunni) Fékk mér agalega góða rækjuloku!!!

Er búin að horfa á Fracture með Anthony Hopkins, assvílli góð ræma þar á ferð... horfði líka á Mýrina (aftur) og hún er náttúrulega bara skyldueign!

Skellti mér í Office 1 áðan  og splæsti mér á nýja Arnald... þá verð ég að fara að haska mér í að klára Ian Rankin bókina sem ég er að lesa núna... um Rebus löggu (þessi skoski á RÚV) bara yndisleg típa (kýs að skrifa orðið típa með einföldu því að ekki er orðið dregið af túpu??? eða hvað??? heheheh)!

Hey, já... alveg rétt. Geir tók loksins bumbumynd. Þarf að skella henni inn við tækifæri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ svona á þetta bara að vera kósý á síðustu metrunum ef svo má segja. En bíð spennt. Þetta er svo gaman : )

Þórey (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 08:47

2 identicon

Bið... endalaus bið... tralalalalalalala....... 

Ætli þetta gerist ekki bara 11.11....eins og Geir sagði...  Það er náttúrlega ógó kúl afmælisdagur að eiga..:)     En hafið það sem best þangað til.... knús og kram á línuna...

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband