Sláturtíð!
11.11.2007 | 12:26
Jæja, tókum slátur í gær á Hrauntúninu! Ógeðslega gott hjá okkur! Og við dugleg, ekki satt???
Horfðum svo á Liverpool vinna Fulham, var reyndar ekkert allt of bjartsýn.... og eiginlega skil ekki hvernig við förum að því að vera í 4. sæti deildarinnar... eins og mér finnst ekkert hafa gengið!
Annars er það að frétta að þolinmæði Guðnýjar er á þrotum, svo ég noti hennar orðalag og Guðmundur Tómas er sannfærður um að krakkinn sé hættur við!
Drífa ljósa bíður bara eftir símtalinu sem aldrei kemur! hehehe
Hey, setti inn könnun í tilefni þess að allir eru að bíða!!!
Athugasemdir
mmmmm.slátur
Eygló , 11.11.2007 kl. 13:34
Ótrúlega duglegar ;-) Nú er bara vonandi að krílið fari að koma í heiminn, þekki þessa bið...frekar leiðinleg til lengdar. Gangi ykkur vel og ég spái að krílið komi á morgun, vill velja sér sjálft dagsetningu, hehe.
Dóra Hanna (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:52
Ég tippaði á 11. nóv... En mér sýnist að það gangi ekki eftir.... 14. nóv er glæsi afmælisdagur líka..:) pabbi minn á afmæli þann dag og ég get skrifað undir það að karakter sem fæðist þann dag er stórfínn og merkilegur.....
Ragna Jenný (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 21:04
Það er alla vega ekkert farið að gerast enn.... þannig að 11.11 er eiginlega fokin út um gluggann! Nema ég bara springi.... hhahaha!
Svo er bara spurning hver mun hafa rétt fyrir sér!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 11.11.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.