Dagur 4!

Sólahringsgömul á leið í flugÞetta kann ég ekki!

Barnið bara sefur og sýgur!!!

Ég er alltaf að athuga hvernig hún hafi það því að þessi tvö eldri leyfðu manni aldrei að efast um að þau önduðu!

Hef samt heyrt, í gegnum tíðina, þjóðsögur af svona börnum. Hélt bara að allir væru að ljúga að mér.

Hún er náttúrulega svakalega lík systkinum sínum, þrátt fyrir að þau séu ekkert lík í dag þá voru þau nánast eins við fæðingu. Höfum verið að skoða "gamlar" myndir og þau eru alla vega öll með sama nefið, hún er með sömu varir og Guðný og sama augnsvip og Guðmundur Tómas þannig að allir eru sáttir með hrærigrautinn!

Nú er bara höfuðverkurinn með nafnið að byrja!!!

P.S. Myndin er tekin þegar við erum á leið af Hreiðrinu með skvísuna rétt að verða sólahringsgömul. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njóttu þess bara eins lengi og það varir... Katrín Sara var svona vær og góð þar til hún varð 10 mánaða og þá var bara eins og ýtt hefði verið á einhvern "On" takka og hún hefur nánast verið á hraðspólun síðan!!!

Jórunn Einarsd. (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 12:57

2 identicon

ohh hún er yndisleg, innilega til hamingju kæra fjölskylda og njótið hvíldarinnar hahaha :)

Ágústa Dröfn (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:07

3 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

wahahaha Jórunn! spurning um að kanna hvort þetta hafi ekki bara verið fastforward takkinn!!!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 23.11.2007 kl. 16:12

4 identicon

ohhh hvað hún er sæt :) og þið mæðgurnar flottar saman... Esra Leví minn er líka svona.. sefur og drekkur og eyðir dágóðum tíma í að brosa sem er yndislegt..  gott á meðan er.. svo byrjar ballið þegar þau fara að skríða ;)

Sif Sig (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Beta, hún vaknar einu sinni yfir nóttina... Hún sefur 3-5 tíma á milli gjafa!!!

Já Sif, ballið byrjar víst einhvern tímann... verð bara að safna orku til að takast á við það þegar að því kemur!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:02

6 identicon

Gott að þið hafið fengið svona "eldri borgara" barn...........

Hún er bara flott og mikið lík systkynum sínum sem eru mjög flott og áreiðanlega að springa úr stolti.

Kveðja Maja

María Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:13

7 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Já, hún er sko "eldri borgara barn"... sem betur fer! Pabbi hennar er agalega gamall! Heheh

Sigþóra Guðmundsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:29

8 identicon

Svona á þetta að vera...:)  (eldriborgarabarn, hihihihi)......

Ég verð nú að segja að mér finnst litla krúttið ferlega líkt mömmu sinni...:) 

bæðevei... skilaðu afmælisóskum til pabba þíns.  Mikið hrikalega held ég að það sé gaman í Kiwanis akkúrat núna........  

knús á línuna....

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 21:29

9 identicon

Heil og sæl! Helga Björk hérna megin.

 Takk fyrir kommentið Sigþóra mín :) Já hún móðir mín verður bara að bíða dálítið lengur enda liggur mér ekkert á að bæta við börnum í fjölskylduna (enda eru aðrir í stórfjölskyldunni iðinn við kolann - Þið sjáið bara um þetta!). ;)

Jól í Kína hljómar bara spennandi ;) Allav. núna, sjáum til hvernig fer á aðfangadag ;) Þá breytist kannski í mér hljóðið hehe. Það koma líka fleiri jól þannig að ný reynsla er bara velkomin. :)

Ég er búin að setja inn myndir af mér í lopapeysunni sem hún amma Helga gaf mér á bloggið mitt...svona ef hún getur kíkt á netið einhvernstaðar (hósthóst)...þá væri frábært ef þið gætuð látið hana vita :)

 Ástarkveðjur frá Danmörku, bráðum Kína,
Helga Björk

Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 16:40

10 identicon

Innilega til hamingju með sætu snúlluna ykkar, frábært að heyra að vel gengur um að gera að njóta þess á meðan það varir.

Kveðja Jóhanna Reynsidóttir

Jóhanna Reynsid (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband