Vitlaust að gera!
25.9.2008 | 13:45
Átti afmæli á þriðjudaginn, Bjarni Ólafur á mánudaginn og Jóna systir í dag. Til hamingju með það!
Mamma og pabbi voru að koma heim í gærkvöldi. Kíkja þangað.
Við Signý erum á leiðinni í Landakirkju á mömmumorgun.
Erum að pakka niður... því að sumarbústaðarferðin ógurlega verður um helgina!
Guðný og Guðmundur Tómas fóru á lokahóf knattspyrnunnar og Guðný kom heim með ÍBV-arann, bikar sem stendur fyrir svo margt! Jákvæðni, áhuga, hvatningu... Hún var spurð af vinkonu sinni í gær, hvort hún ynni þetta ekki alltaf!!! En neinei... bróðir hennar fékk þennan titil 2006 og hún fékk þá framfaraverðlaunin! En vinkonunni fannst hún sem sagt eiga þetta skilið... og mér líka!
Signý fór í læknisskoðun á afmælinu mínu, fékk stimpilinn "flott stelpa"... en var svo spurð hvort eitthvað hafi verið rætt við okkur um stærðina á höfðinu á henni! Gat maðurinn ekki bara horft á mig...? Nei, nei.... þetta er víst fylgikvilli sem ég erfði frá pabba mínum og Guðný er sú eina sem virðist sleppa ;)
Ég er búin að vinna tvo daga í þessari viku... og er alltaf gjörsamlega búin þegar ég skríð uppí rúm, enda mæta 40 - 60 unglingar í hvert skipti og því fylgja orkusugur og andleg þreyta! Tekur mig vonandi ekki mikið meira en mánuð að venjast þessu lífi aftur!!!
Set inn nokkrar nýjar myndir í albúmið September 2008
Athugasemdir
Æ takk.... æðislegt að fá svona fídbakk!!!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 14:34
P.S. Hann er líka yndislegur!
Sigþóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 14:50
Bíddu nú við... af hverju er myndin allt í einu á hliðinni???
Sigþóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 15:31
Til hamingju með afmælið! Vona að þú hafir fengið einn skammt af kreminu góða! Signý er bara fullkomin eins og hún er ...sýnist mér.... með sæta koppa í kinnum eins og mamma hennar. Góða ferð í bústaðinn!
Hjördís Inga Arnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.