Æðislegt fólk!
30.9.2008 | 13:24
Ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er með æðislegt fólk í kringum mig! Við vinkonurnar áttum frábæra helgi saman í faðmi fjölskyldna. 8 fullorðnir og 12 börn frá tæplega 13 ára til nýfædds og eitt á leiðinni! 2 stelpur í öllum þessum barnafans... ætli það sé met hvað við vinkonurnar eigum fáar stelpur? Ég er eina í Eyjum sem á stelpu... og ég á tvær!!!
Takk stelpur og strákar fyrir æðislega helgi! Hefði ekki viljað missa af þessu þó mér hefði verið borgað fyrir það!
Knús á línuna!
P.S. set inn mynd af samkomuhúsinu og húsinu sem við Geir gistum í með börnin okkar!
Athugasemdir
Hæ hæ dúllan mín
Takk sömuleiðis fyrir yndislega helgi, við erum öll familian í sæluvímu og maður pælir í því hvenær næsta svona ferð verður farin. Það er sko hárrétt hjá þér það er sko fullt af frábæru fólki í kringum mann.
Bara yndislegt hvað krakkarnir áttu góðar stundir saman og undu sér í spilum og leikjum út í eitt.
Stefnum svo á góðan familiudag hér í eyjum þar sem börnin verða með í varúlfi þar sem hann hitti svona svakalega í mark.
Kveðja af Illó.
Þín Anna Lilja
Anna Lilja (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:01
Hey... þú heima kl. 9... hmmm þá ertu örugglega farin eitthvað núna! MSN kona!!! ;) Lovjús
P.S. Já sko... þau fá að vera með næst, stóðu sig þvílíkt vel að ljúga að okkur fullorðna fólkinu! Hehemm... eins og það sé frábært!!! híhíhíhí
Sigþóra Guðmundsdóttir, 1.10.2008 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.