Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Tenerife
31.5.2008 | 09:22
Hae hae!
Erum a Tene í skýjum thessa stundina en búid ad vera aedislega gaman hjá okkur!
Hittum Ollu og Magga og krakkanna theirra á fimmtudaginn og bordudum saman á fancy restaurant.
Signý er eins og blóm í eggi og sefur, bordar og hlaer vel og innilega!
Gudný og Gudmundur Tómas bidja ad heilsa ollum og vi`fullordan fólkid líka!
Arivadersí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óvissuferðin ógurlega!
21.5.2008 | 13:02
Innihaldslausasta blogg lífs míns (hér fyrir neðan) rataði á síður blaðanna! Hvað blogguðu hinir þá eiginlega um???
Jæja.... nóg af því!
Átti yndislega helgi með mömmu og pabba, systkinum mínum og mökum... og Signý fékk að fljóta með, bara út af löfunum!
Við hittumst öll í Turninum í Kópavogi, á 19. hæð og borðuðum saman hjá Bogga og Sigga. Það var gorgeous... forréttahlaðborð, aðalréttahlaðborð og eftirréttir!!! Mæli með þessu sko!
Mamma og pabbi voru á 101 hóteli og við kíktum þangað fyrir tónleikana sem voru góðir en... ég hefði vilja fá meira af Jet Black Joe, en það er bara ég! Ég fékk gæsahúð i upphafinu þegar Arndís og co tóku lagið... og vá hjá Siggu... Freedom... Sigga, þú hefur engu gleymt!!! Bara betri ef eitthvað er!
Við kvöddum svo gömlu hjónin fyrir utan Höllina (mömmu fannst við nú frekar slöpp en kunni ekki við að segja neitt, komin á sextugsaldurinn), þau haldandi það að við værum öll á leið til Eyja daginn eftir... en neinei. Vorum mætt í morgunmat á 14 manna bíl, stálum þeim með okkur út úr borginni. Fórum á Hótel Rangá!!! Erum við að ræða það eitthvað! Þvílíka hótelið! Hef aldrei séð annað eins!!! SKora á ykkur að skoða herbergin þarna... og forsetasvítan sló sko í gegn, nuddið sem gömlu hjónin fengu, maturinn (allir 4 réttirnir) og bara allt!!!!
Já, það er gott að eiga góða að!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hopp og hí og trallarí!!!
13.5.2008 | 20:22
Jasojaso!
Allt að verða klárt! Pökkunardagar framundan og brjálað að gera hjá familiunni þessa daganna!!! Guðmundur að keppa, ég, Geir og Signý að fara á tónleika, GUðmundur að fara á Reyki í skólaferðalag, Guðný að fara í skólaferðalag, Guðný að fara að keppa og við að fara út!!!
Náði þessu einhver!!!??? Ég ætla að geyma framhaldið þar til síðar... brúðkaup, ættarmót og allt sem sumrinu fylgir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vikan sem leið í máli og myndum!
5.5.2008 | 14:59
Geir kominn í sumarfrí/fæðingarorlof með mér! OG BARA 3 vikur þangað til við stingum af í sólina!
Vegabréfin eru öll í gildi og Signýjar var að finnast á sýslumannsskrifstofunni! Rétt tæpur mánuður síðan við fórum að sækja um!
Signý er farin að ná að sitja í smá stund áður en hún veltur útaf!!!
Og ekki má gleyma puðrinu í henni á matmálstímum.... líka þegar hún er á brjósti! MMMMMMM, lekkert!
Amma Dagga er ótrúleg, hefur heldur betur jafnað sig eftir veikindin í vetur, sat frammi í sólhúsi að lesa blöðin þegar við litum við hjá henni 1. maí. Tók þessar myndir við það tækifæri!
Guðný varð íslandsmeistari í handbolta í gær með c-liði ÍBV í 6. flokki. Þær töpuðu tveimur leikjum í allann vetur, fjórar umferðir og spiluðu heila umferð einum færri og Guðný puttabrotinn og aðra þar sem 3 fengu gubbupest... ein með poka á bekknum og markmaðurinn hlaupandi á klósettið! Snillingar sko! Mynd af henni með afrakstur helgarinnar og vetursins.
Annars hafa ritgerðasmíðar barnanna haldið áfram við matarborðið. Guðmundur Tómas er að gera ferðabækling um Portúgal og Guðný að gera ritgerð um bókina Benjamín dúfa. Bara 15 skóladagar eftir hjá þeim.
Ég setti inn nokkrar myndir í viðbót, Signý í heita pottinum hjá ömmu og afa á Hrauntúninu, Fiddi Palli nágranni að spjalla við konuna sína í mikla snjónum í vetur,(Takið eftir að glugginn er á 2. hæð !!!!)
Katrín Sara og Ólafur Kristján frændsystkini og Amma Helga með Signý sína!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)