Vikan sem leið í máli og myndum!

2008 05 05 186Geir kominn í sumarfrí/fæðingarorlof með mér! OG BARA 3 vikur þangað til við stingum af í sólina!

Vegabréfin eru öll í gildi og Signýjar var að finnast á sýslumannsskrifstofunni! Rétt tæpur mánuður síðan við fórum að sækja um!

Signý er farin að ná að sitja í smá stund áður en hún veltur útaf!!!

2008 05 05 194Og ekki má gleyma puðrinu í henni á matmálstímum.... líka þegar hún er á brjósti! MMMMMMM, lekkert!

 

Amma Dagga er ótrúleg, hefur heldur betur jafnað sig eftir veikindin í vetur, sat frammi í sólhúsi að lesa blöðin þegar við litum við hjá henni 1. maí. Tók þessar myndir við það tækifæri!

 

P5046729Guðný varð íslandsmeistari í handbolta í gær með c-liði ÍBV í 6. flokki. Þær töpuðu tveimur leikjum í allann vetur, fjórar umferðir og spiluðu heila umferð einum færri og Guðný puttabrotinn og aðra þar sem 3 fengu gubbupest... ein með poka á bekknum og markmaðurinn hlaupandi á klósettið! Snillingar sko! Mynd af henni með afrakstur helgarinnar og vetursins.

Annars hafa ritgerðasmíðar barnanna haldið áfram við matarborðið. Guðmundur Tómas er að gera ferðabækling um Portúgal og Guðný að gera ritgerð um bókina Benjamín dúfa. Bara 15 2008 05 05 153skóladagar eftir hjá þeim.

 

 

 

2008 05 05 086Ég setti inn nokkrar myndir í viðbót, Signý í heita pottinum hjá ömmu og afa á Hrauntúninu, Fiddi Palli nágranni að spjalla við konuna sína í mikla snjónum í vetur,(Takið eftir að glugginn er á 2. hæð !!!!)  

 Katrín Sara og Ólafur Kristján frændsystkini og Amma Helga með Signý sína!

2008 05 05 165

2008 05 05 210

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Flott myndablogg gaman að skoða og lesa! Signý er yndisleg! Til hamingju með Íslandsmeistarann og þau öll!

Ég vil bara að skólanum ljúki sem fyrst finnst þessi hálfskóli algjör vitleysa verið að hanga yfir  engu prófin búin og alles það á bara að hleypa krökkunum útí vorið

Kveðja

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Geggjaðar myndir frænka

frétti að vestmannaeyjarættliðurinn myndi mæta á Jet blac joe og hlakka ekkert smá til að sjá ykkur !  þið haldið uppi fjörinu   Hvar sitið þið í salnum ?  knús kveðjur Sigga

Sigríður Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Mátti til með að líta til þín.  Kær kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 05:51

4 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Góða ferð í sólina

Sölvi Breiðfjörð , 7.5.2008 kl. 09:51

5 Smámynd: Guðný Bjarna

gaman að koma hér....alltaf svo mikið um að vera

góða ferð í sólina

Guðný Bjarna, 8.5.2008 kl. 08:50

6 identicon

Ofsalega eru börnin í þessari fjölskyldu falleg. Knús til ykkar sætu.

Þórey (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 12:49

7 identicon

vonandi hafið þið það gott úti á Tenerife.

 Þú getur sagt tengdó að hún sé orðin mikil vinkona okkar hérna í Bólstaðarhlóðinni. Georg horfir reglulega á "Ég lifi" og lítur alltaf mig og segir: "þetta er Helga, hún er amma Guðnýjar"

Lauga (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband