STYTTIST

Mamma og pabbi á ættarmóti í sumarTakk fyrir allar kveðjurnar og athugasemdirnar.

Ég hef nú ekki verið sú duglegasta í bransanum þessa daganna!!!

Mamma, til hamingju með afmælið! (Það er viðtal við hana í Þjóðhátíðarblaðinu þetta árið.)

Árgangsundirbúningur er í fullum gangi... og á bara eftir að aukast!!! Eða þannig... ógeðslega gaman samt.

Stelpurnar í fótboltanum standa sig vel og voru að draga sig á vaktir í gærkvöldi... Mismikil gleði yfir vöktunum eins og gefur að skilja!

Eftir að ég fór að vinna hefur lífið og tilveran bara breyst töluvert!!!

Brennan á Fjósakletti á Þjóðhátíð 2008En hvað um það! Nú styttist all svakalega í Þjóðhátíð... og við ÍRIS, INGA og INGA RAGG verðum í einhverri múderingu. Hvað það verður veit nú engin og þá síst við!! Verðum að leggja höfuðið í bleyti fram yfir helgi!

Guðmundur Tómas er að keppa á ReyCup og Geir að spá í að skella sér í borgina og kíkja á hann.

Signý borðar með mestu smjatthljóðum sem hægt er að gera með tveimur vörum! OG ekkki verra að mömmunni finnst þetta alltaf jafnfyndið! (Enda að vinna allan daginn og stundirnar því ekkert allt of margar... sérstaklega þegar skottið tekur upp á því að vera sofandi þegar ég er í hádegismat!)

OG Guðný er að selja brekkustóla ef einhvern vantar fyrir Þjóðhátíðina!!!!!!

SVO er ég búin að vera að missa mig á Facebook! Jóhanna Ýr á heiðurinn af því að maður er fastur í ruglinu!


35 ára goslokaafmælishátíð!

Signý að puðraFyrstu vinnuvikunni að ljúka! Ferlega skrítið að vera farin að vinna aftur, frá litlu Signý minni, draumadós.

Vinnuskólinn er búinn að vera að raka vikri og keyra hjólbörum og moka vikri (eða kvikri eins og Arndís sagði) undanfarið í Pompei Norðursins. Gaman að sjá túristana koma og hella spurningaflóðinu yfir unglinganna sem eru ekki alveg að skilja áhuga útlendinga á þessum sandi!!!

Bærinn er að fyllast af "gervi-Vestmannaeyingum" eins og einn sagði! Hann skilgreindi það þannig að þetta væri fólk sem kæmi aldrei nema mikið stæði til og tittlaði sig alltaf Vestmannaeying á tillidögum!

Mér finnst bara gaman að fá allt þetta fólk í heimsókn, fara í Krónuna og spjalla við fólk sem maður hefur ekki hitt í áraraðir, sem spókar sig með nýja barnið sitt (sem er kannski bara orðið 4 ára)!

Stelpurnar í boltanum gerðu núll núll jafntefli og þær ætla að koma eftir leikinn í kvöld og við í ráðinu ætlum að grilla ofan í þær og spjalla og hlusta á músík, verðum um 30. K

annski hittumst við í Skvísusundinu um helgina!

 


HEFURÐU GAMAN AF BOLTANUM!

Kristín Erna í færiFjölmennum á kvennaleik ÍBV og Þróttar R. miðvikudagskvöldið kl. 20.00.
Lið ÍBV er í öðru sæti A-riðli 1. deildar og Þróttur í því fjórða, því má búast við skemmtilegum og spennandi leik á milli liðanna tveggja sem treysta að miklu leyti á ungar og efnilegar stelpur. 
Aðeins 500 krónur á leikinn.
Vonumst til að sjá þig, Sigþóra Guðm. f.h. Knattspyrnuráðs kvenna ÍBV

Hæhæ og hóhó...

Reynir í góðum gírKomin heim og vinna á morgun!!!

Tíminn flýgur... ómæ. Mér finnst eins og Signý mín hafi fæðst í síðustu viku, korteri seinna veltum við nöfnunum fyrir okkur. Ég er komin með kvíðahnút í magann... sem bara stækkar og stækkar eftir því sem líður á daginn!!!

Stoppið heima verður í lengri kantinum, í það minnsta hjá mér! Guðmundur Tómas er að fara að keppa heima á morgun og Guðný á útivelli á móti Breiðablik! Nóg að gera hjá þeim... eins og öllum hinum ;)

Ólafur uppi á stólÆttarmótið var æðislegt, brúðkaupsveislan yndisleg og sumarfríið í alla staði stórkostlegt! Trúi bara ekki að ég sé að mæta í vinnu og sumarið rétt að byrja! Jæja, þýðir ekki að horfa í það!

Vera jákvæð... er bara búin að njóta tímans heima allt of vel!!!

Ég lofaði Reyni frænda að skella inn einni mynd af honum, svona af því að hann kommentar svo svakalega hjá mér ;) Svona laumufarþegar sko!!!

Ég á svo eina skemmtilega af litla bro... mætti halda að þeir væru skyldir!!!


Stutt stopp!

Jæja, þá erum við komin heim af æðislegu ættarmóti. Kynntumst fullt af ættingjum sem maður annað hvort vissi að væru til eða ekki!

Þá tekur við stutt stopp heima, eldri börnin keppa og svo er haldið í brúðkaup á laugardaginn! Á enn eftir að átta mig á því hvernig ég ætla að fara að þessu!!!


Heima um stund!

ÍBV innanhúsmeistarar C-liða!!!Hæ og hó.

VIð erum komin heim til okkar, reynslunni ríkari og örugglega líka nokkrum kílóum!!!

Hef eiginlega ekki tíma í þetta blogg þessa daganna þar sem Guðný er í pæjumóti á fullu, búin að vinna innanhúsmótið og er komin í undanúrslitaleik, sem verður spilaður kl. 8,40 í fyrramálið! Getið fylgst með á heimasíðu mótsins. Guðný er í C-liði ÍBV en spilaði þó einn leik með Leiknisstelpum í dag þar sem þar var leikmannahallæri!

Var að koma heim með skvísunni þar sem við vorum í sundlaugarpartýi mótsins og erum að fara að borða kvöldmat!!!

Geri aðrir betur!


Sólin komin til Tenerife!!!

Thá eru skýin farin, vonandi for gud!

Mokum á okkur sólarvorn og erum ad fara á strondina med Ollu og Magga. Krakkarnir una sér vel saman, í fjárfestingu dagsins, fotum og skoflum!!!

Tjá El niño!


Tenerife

Hae hae!

Erum a Tene í skýjum thessa stundina en búid ad vera aedislega gaman hjá okkur!

Hittum Ollu og Magga og krakkanna theirra á fimmtudaginn og bordudum saman á fancy restaurant.

Signý er eins og blóm í eggi og sefur, bordar og hlaer vel og innilega!

Gudný og Gudmundur Tómas bidja ad heilsa ollum og vi`fullordan fólkid líka!

Arivadersí


Óvissuferðin ógurlega!

Innihaldslausasta blogg lífs míns (hér fyrir neðan) rataði á síður blaðanna! Hvað blogguðu hinir þá eiginlega um???

Jæja.... nóg af því!

P5176827Átti yndislega helgi með mömmu og pabba, systkinum mínum og mökum... og Signý fékk að fljóta með, bara út af löfunum!

Við hittumst öll í Turninum í Kópavogi, á 19. hæð og borðuðum saman hjá Bogga og Sigga. Það var gorgeous... forréttahlaðborð, aðalréttahlaðborð og eftirréttir!!! Mæli með þessu sko!

Mamma og pabbi voru á 101 hóteli og við kíktum þangað fyrir tónleikana sem voru góðir en... ég hefði vilja fá meira af Jet Black Joe, en það er bara ég! Ég fékk gæsahúð i upphafinu þegar Arndís og co tóku lagið... og vá hjá Siggu... Freedom... Sigga, þú hefur engu gleymt!!! Bara betri ef eitthvað er!

Við kvöddum svo gömlu hjónin fyrir utan Höllina (mömmu fannst við nú frekar slöpp en kunni ekki við að segja neitt, komin á sextugsaldurinn), þau haldandi það að við værum öll á leið til Eyja daginn eftir... en neinei. Vorum mætt í morgunmat á 14 manna bíl, stálum þeim með okkur út úr borginni. Fórum á Hótel Rangá!!! Erum við að ræða það eitthvað! Þvílíka hótelið! Hef aldrei séð annað eins!!! SKora á ykkur að skoða herbergin þarna... og forsetasvítan sló sko í gegn, nuddið sem gömlu hjónin fengu, maturinn (allir 4 réttirnir) og bara allt!!!! 

Já, það er gott að eiga góða að!!!


Hopp og hí og trallarí!!!

Jasojaso!

Allt að verða klárt! Pökkunardagar framundan og brjálað að gera hjá familiunni þessa daganna!!! Guðmundur að keppa, ég, Geir og Signý að fara á tónleika, GUðmundur að fara á Reyki í skólaferðalag, Guðný að fara í skólaferðalag, Guðný að fara að keppa og við að fara út!!!

Náði þessu einhver!!!??? Ég ætla að geyma framhaldið þar til síðar... brúðkaup, ættarmót og allt sem sumrinu fylgir!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband