Komin heim

Alveg glænýJæja, þá er prinsessan komin heim á Bröttugötuna.  Flugum heim seinnipartinn eftir að hafa fengið fararleyfi hjá barnalækni.  Hann gaf henni fína einkunn og þar með drifum við okkur heim til Eyja svo hún yrði nú ekki of menguð af Stórborgarlofti.

Ferðin heim gekk vel og stóru systkynin og ömmurnar og afinn tóku vel á móti okkur.  Sú stutta svaf alla leið í fluginu og hélt bara áfram að sofa eftir að heim var komið alveg til klukkan átta þegar hún var vakin til að fá að drekka og auka líkur á sæmilegum nætursvefni fyrir gamla settið í nótt.

 Við látum fylgja nokkrar myndir af þessari 24 klst. gömlu snót.Komin í ríkisspítala gallann

Ekkert budduleg!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með prinsessuna!

Hún er alger gullmoli.

Hafið það sem best

knús og Kossar

Kolla og Co. 

Kolbrún Stella (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:56

2 identicon

Elsku dúllurnar mínar

 Til hamingju með hana. Agalega er hún míkil rúsína.

Gangi ykkur rosalega vel,

Dóra Björk

Dóra Björk (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:56

3 identicon

Hæ stóra fjölskylda.

Hjartans hamingjuóskir með litlu skvísuna ykkar.

Vonandi heilsast öllum vel.

Hlakka til að sjá hana um jólin.

Hafið það sem allra best.

bk. Laufey, Jónas og Óskar Dagur

Laufey og co (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:31

4 identicon

ííííí... hún er æðisleg....!   Algjör rúsína.. Skondið að sjá hana á einni myndinni, það er eins og hún sé skælbrosandi...:)     Enn og aftur innilega til hamingju og mikið er gott að allt gekk vel...  Sendi ykkur risastórt knús..

Ragna Jenný (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:01

5 identicon

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna, hún er ekkert smá yndisleg

Kveðja frá Aarhus

Thelma Rós og Styrmir

Thelma Rós (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:49

6 identicon

Innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!

Hún er alveg yndisleg.  Hlakka til að sjá hana "live"

Alla (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:24

7 identicon

innilega til hamingju með þessa fallegu stelpu, gott að allt gekk vel og að þið séuð komin heim :)

 p.s mér finnst hún líkjast mömmu sinni svona við fyrstu sýn ;)

gangi ykkur vel, kv.Sif

Sif Sig (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:03

8 identicon

Hún er ekkert smá sæt omg og með svona mikið fallegt hár enn og aftur til hamingju .

Arndís Ósk Atladóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:27

9 identicon

Til hamingju með litlu prinsessuna. Heilsist ykkur sem best kv. frá gömlu nágrönnunum a Fjólugötunni

Inga.Gilli og co

inga (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:04

10 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Takk allir saman fyrir kveðjurnar! 

Jú, allir að springa, stoltið er svo mikið!

Daman hefur það agalega gott, sefur og drekkur... og jú, hún vaknar á milli!

Kv. Sigþóra

Sigþóra Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 15:06

11 identicon

til hamingju með skvísuna.. algjör rúsína..

 ég var nú viss um að jóhanna hefði hreyft við þér með næstum árekstrinum hjá krónunni... :)

kveðja Sigga og þau..

sigga (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:16

12 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hún er algjör rúsína þessi litla skvísa ! Ég er ekki frá því að hún sé svolítið lík þér Sigþóra, sem er auðvitað gott mál 

En innilega til hamingju enn og aftur og hafið það sem best í paradísinni heima...

Smári Jökull Jónsson, 22.11.2007 kl. 14:28

13 identicon

Til hamingju með prinsessuna  hún er algjör rúsínudúlla  

Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 18:42

14 identicon

HÆ fallega fólk!!
Innilegar hamingjuóskir með litluna elsku foreldrar! Hún er ótrúlega sæt :) Mamma sendi mér slóðina að bloggsíðu frænku hennar á þriðjudaginn.

Innilega innilega til hamingju! Ég vil sérstaklega óska eldri systkinum hennar til hamingju með nýjasta meðliminn. Guðmundur og Guðný..innilega til hamingju :)

 Ég hlakka til að sjá ykkur öll aftur :)

Luv frá Danmörku,
Helga Björk frænka

Helga Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband