AÐ deyja ekki úr leiðindum!

Það er misjafnt hvað við gerum í frítíma okkar til að njóta lífsins. Ég hef gaman af því að bútasaumast, fara í fótbolta, kíkja í kaffi til vina og ættingja, lesa bækur, sauma í, glápa á góðar ræmur, fá vini og ættingja í heimsókn, þvælast um netið og taka myndir... ásamt mörgu öðru. Það sem er í hávegum haft þessa dagana er að þvælast um netið, lesa bækur, sauma í, glápa á góðar ræmur og fá vini og ættingja í heimsókn.  Það versta er að þetta er ekki gert á mínum forsendum!

Ég get ekki hellt uppá fyrir fólkið sem kemur, það verður að gera það sjálft... og yfirleitt er þetta sama fólk komið á fullt að ryksuga, ganga frá þvotti, setja í þvottavél og setja í uppvöskunarvél, það er víst verulega takmarkað sem ég frétti... og því ekkert nýtt uppúr mér að draga!

Ef það er ekki á netinu þá veit ég það ekki! Vinir mínir eru ekki nógu duglegir að blogga fyrir mig... helst vildi ég fá fréttir tvisvar eða þrisvar á dag!!!

Verst að sófinn er ekki með fjarstýringu... þannig að ég gæti rúllað mér í eldhúsið til að hella upp á, ganga frá eftir hádegismatinn... sem ég bæðevei borða liggjandi í sófanum.

En mikið má ég þakka fyrir fólkið í kringum mig... sem nennir að láta sjá sig, bara til að sitja hjá mér... þó ég hafi ekkert að segja. Pabbi og Geir eru búnir að vera að klára að ganga frá úti, á meðan mamma er búin að tryllast í þvottahúsinu og fataherberginu, Berglind mágkona kom og ryksugaði allt, Inga frænka kom að spjalla og henti í þvottavél í leiðinni, Anna Lilja reddaði kjötinu í brúðkaupið og kom því í kistuna...

Geir kom svo heim með gjöf handa mér í dag "í tilefni dagsins"... alla vega sagði hann: "Til hamingju með daginn!" og rétti mér DVD með tónleikum Phil Collins. Ég veit ekki enn hvaða dagur er í dag!!!

Og svona til að loka deginum... þá mæli ég ekki með því að fólk skipuleggi brúðkaupið sitt úr rúminu eða sófanum!!! Sérstaklega ekki ef þú ert ekki búin að velja kjólinn!!! 

Ætli maður verði ekki svona!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

æi kjellingarrassgatið mitt..... Leiðinlegt að hanga svona.. Ég skal reyna að vera dugleg að blogga einhverri vitleysu inn..:) Knús til þín......

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 7.10.2006 kl. 18:01

2 identicon

æ vonandi fer þetta allt að lagast mín kæra, en gott hvað þú átt góða að sem nenna þessu leiðinlega fyrir þig ,,heimilisstörf,, tja spurning að velta því upp að þú hafir einmitt ætlað að taka jólahreingerninguna snemma í ár og það akkurat NÚNA :)

stefanía (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 20:15

3 Smámynd: Ragna Jenný Friðriksdóttir

Ok.... Ég mæli með heilu kvöldi fyrir framan imbann að glápa á So you think you can dance.......SKEMMTILEGT.....

Ragna Jenný Friðriksdóttir, 9.10.2006 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband