Þvottur og þvottahús!!!
17.11.2006 | 00:26
Mikið á ég erfitt með að þola þvottahúsið mitt, eða kannski ekki svo mikið þvottahúsið perse sem fer í taugarnar á mér... heldur þessi þvottur sem safnast þar upp!
Það er alveg sama hversu afskiptur þessi þvottur er, hann lætur sig ekki hverfa!!!
Hrúgan stækkar bara og stækkar... þetta er svona svipað og bumban á manni!!! Það er greinilega ekki að virka að láta eins og hún sé ekki þarna!!!
Mér finnst svo sem ekkert leiðinlegt að sortera þvottinn, henda honum í þvottavélina, hengja á snúrur/setja í þurrkarann, taka niður af snúrunum og brjóta saman... það sem ég þoli minnst er að ganga frá stöflunum í hillurnar... og það þrátt fyrir að vera með fataherbergi!!!
Aðalástæðan er reyndar sú að mér finnst ég alltaf þurfa að taka allt það sem er fyrir í hillunum og endurraða... af því að einhver bara VARÐ að taka neðstu peysuna í bunkanum... og ruglaði öllum hinum!!!
Og ekki lagar það að sonurinn er svakalega gjarn á það að ná sér í hrein föt á hverjum morgni, þrátt fyrir að hafa ekki sett hin í óhreina... þar sem þau voru bara ekkert óhrein og því sett til fóta kvöldið áður!!! Þannig að það safnast HREIN hrúga til fóta á rúminu hjá honum... og systir hans finnst þetta greinilega svaka sniðugt því að hún er byrjuð á þessu líka!
Nota bene... þau þurfa að taka eitt og hálft skref út úr herberginu sínu til að setja í óhreinatausdallinn!!!
Jæja... nú bíða tveir troðnir balar eftir því að fá frið frá þvottinum í þeim!!! Og ég þarf víst að koma þessu á sinn stað... þar sem kallinn virðist ómögulega geta lært að brjóta þvottinn eins og ég vill að hann sé brotinn saman... helvítis MEYJAN í mér!!!
Kveðja úr fatahrúgunni!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóg að gera..
16.11.2006 | 16:43
Hér á bæ er nóg að gerast... Ég er búin að vera að vinna upp tímann sem fór í giftinguna en ekki í vinnuna. Var að vinna í gærkvöldi á spurningakeppni Hamarsskóla, var líka spurningakeppni í Barnaskólanum á sama tíma. Hver hefur ekki gaman af spurningakeppnum???
Guðmundur Tómas er að fara upp á land að keppa í handboltanum um helgina, Guðný ætlar að fá að vera hjá ömmu sinni á föstudaginn, þar sem ég á að vera í vinnu allan daginn til 2 aðfaranótt laugardags og skipinu hjá Samskip seinkar eitthvað... þannig að hann verður eitthvað frameftir líka!
Anna Lilja og Kjartan eru svo búin að bjóða okkur í mat á laugardaginn... mmmm alltaf svo gott að borða hjá þeim! Ætlum að taka í spil og leyfa krökkunum að leika sér eitthvað frameftir!
Já, alveg rétt... og Anna Lilja skoraði víst á okkur Geir sem matgæðinga vikunnar. Ekki veit ég hvað ég á að velja... veist þú það??? Hefurðu borðað eitthvað hjá mér sem þig vantar uppskrift af?
Svo er aldeilis að styttast í ferðalagið okkar hjónakornanna!!! Bara örfáir vinnudagar og svo bara bæbæ Ísland... HiHi Britain!!! Ekki nóg með það heldur fékk ég tilkynningu í tölvupósti um að það væri búið að skipta um hótel í ferðinni, úr "sæmilegu 3 stjörnu" hóteli (svo ég noti nú orðalag ÚrvalÚtsýnar) í glænýtt 4 stjörnu hótel!!! Við búin að fá miðanna í hendurnar þannig að það er of seint fyrir þá að ætla að fara að hækka verðið á ferðinni!!! Bara Lovlý!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gift kona!!!
9.11.2006 | 13:45
Jæja, þá er maður að ná sér... að verða aftur ég... svona fyrir utan það að vera orðin gift kona!!!
Dagurinn varð mikið yndislegri en ég þorði að vona!!! Allt gekk eins og í sögu nema kannski veðrið... en maður getur víst ekki fengið allt!!!
Mig langar að þakka öllum sem tóku þátt í deginum fyrir allt, undirbúninginn, undirspilið, sönginn, veislustjórn, skemmtiatriðin, myndatökuna, skreytingar, þrif og allt hitt sem ég er að gleyma!!!
Ég held ég láti myndirnar tala sínu máli!!! Enda koma flestir hingað þessa daganna til þess eins að sjá myndir!!!
Pabbi, ég, Guðmundur Tómas og Guðný göngum inn kirkjugólfið!
Hjónakornin saman!!!
Set svo fleiri myndir inn á myndasíðuna mína hér
P.S. Djö... hlakkar mig til að fara til Liverpoolborgar og sjá eins og einn leik... með mínum manni í brúðkaupsferðina miklu!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Furðudagur
25.10.2006 | 14:24
Við vöknuðum við vekjaraklukku barnanna kl. 6,35 í morgun, okkur til mikillar gleði. Þau voru svo yfirsig ánægð með komandi skóladag. Í dag er nefnilega furðufatadagur.
Guðmundur Tómas fór í fötum af Guðný, sokkabuxum, bleikum legghlífum, bleiku pilsi, bleikum bol og bleikri peysu, með bleika skupplu á höfðinu og varalit á vörunum.
Guðný fór í fötum af Guðmundi Tómasi, svörtum flauelisbuxum, blárri skyrtu, bindi, með hárið sleikt til baka, með málaðan hökutopp, yfirvaraskegg og dekktar augabrýr.
Og strákarnir (stelpurnar) hennar Önnu Lilju voru ekki síðri... sem tvær úr tungunum!!!
Skrítið hvað einn lítill viðburður getur gert lífið svo mikið, mikið betra...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Brúðarkjólaleiga og mini-gæsun!
23.10.2006 | 13:49
Ég og fjölskyldan fórum í borgina yfir helgina, átti víst eftir að gera ýmislegt fyrir þar næstu helgi (vá hvað tíminn líður). Klára að kaupa skraut, finna föt á mig, Geir og Guðmund Tómas, finna skart og blablabla og það sem því fylgir. Það sem ég reiknaði með að myndi taka alla helgina tók rétt tæpa tvo tíma!!! Geri aðrir betur!
Ég fór til Önnu Kristínar frænku og hún hjálpaði eins og hún gat með því að rétta mér kjóla á færibandi og svo voru Ragna Jenný og Sunna ósparar á þeirra skoðanir! Endaði á að taka fyrsta kjólinn sem ég mátaði á leigu!
Fór með Rögnu Jenný á kaffihús þar sem hún læt mig fá þvílíkt í magann... ég skrapp á klóið og þegar ég kom aftur fram var Ragna staðin upp og spurði hvort við ættum ekki að fara að haska okkur... Jújú ekkert því til fyrirstöðu. Svo þegar við erum komnar út þá segi ég... ji ég borgaði ekki og Ragna sagði HLAUPUM!!! Ég fraus alveg... Nei... Þá sprakk hún og sagðist vera búin að borga... Hehehe og ég með þvílíkan hnút í maganum yfir öllu saman. Hhehehe.
Um kvöldið buðu Beta og Ragna mér svo út að borða... í minigæsun. Þær gáfu mér Bubba... en ég á hann!!! hehehe Við borðuðum á Austur India fjelaginu og það var geggjað... fengum okkur Cosmopolitan í fordrykk, Mojito í eftirrétt og þvældumst um miðbæinn í hláturskasti...
Hringdum svo í Geir og báðum hann um að sækja okkur... hvort hann væri ekki geim í það... Jújú, hvert átti að sækja okkur!? Hann fékk þá svarið... EKKI STRAX... hringi attur á ettir. Vinsælar, hehehe.
Hringdum svo aftur þegar við vorum til í að fara heim... og Geir skutlaði Betu og Rögnu heim... nánast út í Straumsvík sagði Geir.
Við fórum svo í bíó með Dagný og Jón Inga, tókum Mýrina. Hún greip mig alveg með sér... mér fannst ég nýsest þegar hléið kom... mér finnst stundum agalegt að hafa hlé... í þessu tilfelli var verið að byggja myndina upp og þá er bara ýtt á pásu... PISSUHLÉ!!!
Eftir hlé leið eins og fimm mínútur... og ég er held ég bara sammála þeim sem sagði að ef einhvern tímann hefur verið séns á að íslensk mynd fái Óskarinn þá er það núna!!! Ég var nefnilega bara skíthrædd um hvað mér myndi finnast... um leikaranna og annað en já sá ekki eftir 4000 kallinum sem bíóferðin kostaði!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Erum við Eyjamenn komnir með sjálfstæði???
17.10.2006 | 22:26
Ég hef alltaf vitað að við værum spes... og jú sumir segja að við séum eins og sér þjóðflokkur... en ef MBL segir að við séum af erlendu bergi brotin þá hlýtur það að vera satt. Ekki lýgur Mogginn!!!
Annars var svakalegt að sjá Gandí upp á rönd. Fékk sting í hjartað og vonaði það besta... víst nóg af áföllum búin að vera hjá okkur undanfarið. Ég viðurkenni vel að það fyrsta sem mér datt í hug var að kanna hvort allt í lagi væri með hann Malla hennar Ingu minnar, hringdi beint í hana og hún vissi nú að allt í lagi væri með manninn sinn... hann sat jú við hliðina á henni og vissu ekki meir!
Flashback-ið frá því að ég var að vinna í lyftunni... við að taka upp skipin og sjósetja ásamt því að mála skipin hátt og lágt!
En Guð hvað ég er glöð að engin skyldi slasast alvarlega... má segja að betur hafi farið en á horfðist!
Og hér er ein sem Geir tók í dag!
![]() |
Meiddist í baki þegar skipalyfta gaf sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin á fætur!!!
13.10.2006 | 10:46
Nú er ég komin á fætur, á að hreyfa mig og ég er ekki í neinu úthaldi!!! Fer ekki vel með úthaldið að liggja í 10 daga!!! Hugsa að ég verði bara með fráhvarfseinkenni... farin að garga á rúmið í kvöld!!!
Er komin á lyf sem eiga eftir að láta mér líða illa áður en mér fer að líða betur!!! Og svo er það bara doksi aftur á mánudaginn!!!
Eníhús!!! Ég er búin að horfa á Friends þessa tíu daga... komin á níundu seríu. Geri aðrir betur... Búin að lesa lítið... ein heil bók og tvær hálfar!!! Reyndar er ein af þessum bókum svona sem ég gríp í svona öðru hvoru... ég er búin að sauma smá út, ekki mikið!!!
Núna langar mig svakalega að baka handa börnunum... vera með heita köku handa þeim þegar þau koma úr skólanum, af því að þau eru búin að vera svo yndisleg við mig þessa tíu daga!
Nú hefst undirbúningur fyrir brúðkaup og að vinna upp alla vinnuna sem hefur safnast upp... reyndar kom í ljós að ég hef yndislegt starfsfólk sem er búið að keyra starfið eins og ekkert hafi í skorist!!!
Until next tæm!!! Farið vel með ykkur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
GOne-er!
13.10.2006 | 08:59
Farinn að hitta doksa... vona það besta en búin undir það versta!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÓMÆGAD
11.10.2006 | 13:17
Ég hef komist að því að það er líklegast ekkert mál að deyja úr leiðindum. Í dag nenni ég ekki einu sinni að lesa! Ég nenni varla að skrifa þessar línur...
Finn fyrir vaxandi þörf á að sjá ný andlit... og þessi gömlu náttúrulega líka.
Ég ætla að eiga 20 börn... þá eru einhverjar líkur á að eitthvert þeirra hafi tíma aflögu til að koma til manns daglega þegar maður verður gamall og komin á Elló!
Og heyrðu Matta... ég frétti af gömlum kellingum í handboltahugleiðingum í íþróttahúsinu á þriðjudagskvöldum... enduðu víst í badminton í gær af því að þær voru svo fáar! Aldrei að vita nema hægt sé að blikka þær líka í öðruvísi bolta öðru hvoru!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jamm og jájá!
10.10.2006 | 15:17
Hvað get ég nú sagt ykkur spennandi???
Las Hroki og Hleypidómar eftir Jane Austin, bók skrifuð um 1810 og mér fannst hún yndisleg. Gaf manni sýn inn í heim aðalsins á Bretlandi á þessum tíma. Hvernig líf kvenna byggðist á að giftast rétt... og að fjölskyldan varð allslaus við fráfall föðurs, ef ekki fæddist honum sonur.
Mikið má maður nú þakka fyrir baráttu kvenna og karla um jafnrétti kynjanna hingað til... þó að skrefið sé ekki stigið að fullu þá erum við greinilega í betri málum en konur á 19. öldinni!
And now, for something completly different!
Ég er búin að missa 4 kíló á einni viku... á því að liggja og horfa á kassann. Held samt að það sem skipti sköpum hafi verið að ég hef ekki nokkra matarly/ist (hvort er það). Borða á við ungabarn og er að drepast í maganum á eftir... borðaði 10 vínber og var að springa eftir þau!!! Geri aðrir betur! Ef ég verð svona til lengdar verð ég komin í kjörþyngd fyrir brúðkaup!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)